13.11.2018 | Blogg

Leitin að rétta fræðslukerfinu

advania colors line
Hjá Advania höfum við mikinn metnað til þess að hlúa ríkulega að starfsfólkinu okkar. Við viljum raunar vera besti vinnustaður landsins og því er okkur mikilvægt að starfsfólkið okkar búi við góða vinnuaðstöðu, möguleika til þróunar, endurgjöf og hvatningu sem hjálpar þeim að vaxa í starfi.

Eitt og sér er það krefjandi verkefni að sinna öllum þessum þáttum af alúð en flækjustigið eykst að sjálfsögðu töluvert þegar fjöldi starfsmanna er á sjöunda hundrað.

Til þess að auðvelda utanumhald með fræðslu og endurgjöf höfum við innleitt veflægt fræðslukerfi. Hjá Advania völdum við fræðslukerfið eloomi sem hefur vakið töluverða athygli meðal íslenskra fyrirtækja undanfarið. Með kerfinu tryggjum við starfsfólkinu okkar betur þá fræðslu og endurgjöf sem gagnast þeim á réttum tíma og á þægilegan hátt fyrir alla aðila.

Við leit að fræðslukerfi lögðum við mikla áherslu að eitt og sama kerfið gæti haldið utan um sem flesta þætti þegar kæmi að fræðslu og endurgjöf.  Við viljum að starfsmaður geti frá því að hann byrjar í starfi hjá Advania haft yfirsýn yfir þá fræðslu og námskeið sem eru í boði ásamt því að starfsmaður og yfirmaður geti saman og á einfaldan hátt unnið að því að ná markmiðum sem sett hafa verið um starfsþróun.

Í Advania skólanum eru mismunandi námsbrautir sem halda utan um þau námskeið og fræðsluefni sem er í boði.  Námsbrautirnar eru þannig ætlaðar fyrir fræðslu um vinnuumhverfið, nýliðafræðslu, starfsþróun eða persónulega þróun.  Starfsfólk getur líka sett upp fræðsluáætlun í samvinnu við sinn næsta yfirmann þar sem lögð er áhersla á þau námskeið eða fræðslu sem hjálpa starfsmanninum að ná markmiðum sínum í starfi og persónulegri þróun.

Kerfið er líka leikjavætt sem hentar okkur líka einstaklega vel. Það er mikill keppnisandi innan fyrirtækisins og því er ekkert betra en að geta gert fræðslu og þróun að skemmtilegum leik. Starfsfólk safnar stigum og verðlaunum fyrir námskeið og fræðslu og getur þannig keppt sín á milli um hver trónir á toppi stigalistans.

Að sjálfsögðu er mannlegi þátturinn í mannauðsstarfinu ennþá sá mikilvægasti, en yfigripsmikil verkfæri á borð við eloomi hjálpa okkur að halda betur utan um þetta mikilvæga starf.

Áhugasamir um lausnirnar frá eloomi geta kynnt sér þær nánar á vefnum eða haft samband við mannauðslausnir Advania.

Íris Sigtryggsdóttir, fræðslustjóri AdvaniaTIL BAKA Í EFNISVEITU