20.11.2018 | Fréttir

Advania-lausnin PMAX í AppSource

advania colors line

Fasteignaumsjónarkerfið PMAX er nú aðgengilegt í AppSource, á  alþjóðlegum markaði Microsoft fyrir sérlausnir. PMAX er fyrsta lausn Advania sem er skráð í AppSource.

PMAX er sérlausn fyrir Microsoft Dynamics 365 for Finance and Operation. Um er að ræða samþætt viðskipta- og bókhaldskerfi sérsniðið að þörfum fyrirtækja með fasteignir í útleigu. Lausnin er fyrst og fremst ætluð fyrirtækjum með stór eignasöfn, en er þó skalanlegt eftir umsvifum fyrirtækja. PMAX heldur utanum leigusamninga og einfaldar alla fjárhags- og uppgjörsferla, svo sem reikningagerð og arðsemismat. Kerfið veitir góða yfirsýn yfir reksturinn og dregur úr tímafrekri handavinnu.

PMAX-kerfið er hannað í nánu samstarfi við umsvifamikil fyrirtæki á fasteigna- og leigumarkaði á Norðurlöndunum og í Evrópu. Það er notað af félögum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Ungverjalandi, meðal annars DNB banka, norska járnbrautakerfinu og Bella Center í Danmörku.
PMAX hefur einfalt og notendavænt viðmót og er samþætt við aðrar lausnir Microsoft í Dynamics 365 seríunni, til dæmis Microsoft CRM, Power BI og PowerApps.

Í AppSource er hægt að kaupa áskriftir að ýmiskonar lausnum sem þróaðar eru af sjálfstæðum framleiðendum, meðal annars í Dynamics 365 umhverfinu.

„Með skráningu PMAx í Appsource opnast möguleikar og styrkist markaðssókn Advania á á alþjóðamarkaði. Microsoft gerir miklar gæðakröfur til lausna sem fá skráningu á Appsource og því er það mikið gleðiefni að fyrsta kerfi Advania sé nú aðgengilegt þar,“ segir Kristinn Eiríksson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.


TIL BAKA Í EFNISVEITU