21.11.2018 | Blogg

Áframhaldandi skýjavæðing Microsoft

advania colors line

Líkt og með fyrri útgáfur stefnir Microsoft áfram þann veg að skýjavæða Dynamics NAV enn frekar með aukinni samþættingu við aðrar skýjaþjónustur í vöruframboði sínu. Ávinningur af því að nýta aðrar Microsoft þjónustur með NAV hefur því stórlega aukist.

Í þessari grein er farið í gegnum helstu nýjungar og umbætur sem hafa verið gerðar á 2017 útgáfu af Dynamics NAV. 

Dýpri samþætting við Office 365

Kostur þess að vera með Dynamics NAV og Office 365 er ótvírætt samþættingin sem nú er orðin á milli þessa lausna. Með Dynamics NAV 2017 er búið að auka enn þann þátt. Allt er þetta gert til þess að einfalda vinnuna fyrir Dynamics NAV notendur.

Outlook viðbót

Með lítilli viðbót við Outlook er nú hægt að útbúa tilboð, sölureikning, sölupöntun, kreditreikning vegna sölu, innkaupareikning, innkaupapöntun og kreditreikning vegna innkaupa ásamt því að fletta upp viðskiptamönnum og lánardrottnum.

Með einfaldri aðgerð er því hægt að svara verðfyrirspurnum með tilboði án þess að þurfa nokkurn tíman að fara úr tölvupóstinum.

Jafnframt er hægt að sækja tölfræðiupplýsingar um viðskiptavin út frá tölvupóstum. Þetta er þó háð því að netfang tengiliðs sé skráð í tengiliðaskráningu fyrirtækisins í NAV.

Með tengingu við Bing er einnig hægt að kalla fram upplýsingar um staðsetningu fyrirtækis á korti.


Excel viðbót
Með viðbót við Excel er hægt að sækja gögn úr NAV 17 grunni, uppfæra og vista aftur til baka. Með þessari viðbót verður því leikur einn að uppfæra margar færslur á einu einu bretti eða vinna sérsniðnar skýrslur.

Viðbótin er sótt í Office Store og bætt við sem viðbót við Excel. Eftir að viðbótin er uppsett þarf að fara í gegnum innskráningarferil auk þess sem gefa þarf upp vefþjónustuslóð sem sótt er í NAV.

Eftir að uppsetningu lýkur er hægt að byrja að vinna með gögnin.

Nánari upplýsingar um uppsetningu má finna hér.
Reikningar út frá Bookings

Office 365 umhverfið er endlaus uppspretta möguleika. Nýverið kynnti Microsoft nýjung í umhverfið sem mun verða aðgengilegt Evrópubúum á næstu vikum/mánuðum. Þessi nýja þjónusta er nú þegar orðin aðgengileg Office 365 notendum í Bandaríkjunum.

Í stuttu máli snýst þessi þjónusta um að bjóða viðskiptavinum upp á tímabókanir og val um þjónustu í gegnum netið með beinni tengingu við sameiginlegt dagatal í Office 365.

Með Dynamics NAV 17 verður síðan hægt að útbúa reikninga út frá tímabókunum. Reikningagerðin verður þar af leiðandi mun einfaldari en áður.

 


Sniðmát fyrir tölvupósta
Með Dynamics NAV 17 er nú hægt að útbúa falleg tölvupóstsniðmát fyrir tilboð, staðfestingapantanir, reikninga, kreditreikninga, yfirlit viðskiptamanns og tilboð í verk.

Þetta þýðir að þegar senda á fyrrgreind gögn úr NAV 17 opnast tölvupóstur með fyrirfram skilgreindu útliti sem getur verið sniðið í sama stíl og t.d. sniðmát reikninga fyrirtækisins.

Til þess að breyta sniðmátum eru þau opnðu í Word, breytt þar og vistuð aftur til baka í NAV 17.
Innfelldar Power BI skýrslur
Notendur hafa hingað til geta tengt PowerBI við NAV og sótt þaðan gögn til að útbúa hinar og þessar skýrslur. Þannig hefur verið einfaldara að birta rauntímatupplýsingar um stöðu fyrirtækisins. Með nýrri útgáfu af NAV hefur þetta hins vegar verið tekið skrefinu lengra. Eins og fyrr er hægt að flytja gögn yfir í Power BI þar sem hægt er að útbúa skýrslur en það sem meira er að nú er hægt að birta þessar sömu skýrslur í NAV. Með þessu er ekki þörf á því að notendur fari sérstaklega inn í PowerBI til að geta fengið mynd af rekstrinum. Eina sem þarf að gera er að opna NAV.

 
Upplifun notenda í uppsetningu
Með Dynamics NAV 2017 var lögð mikil áhersla á að flýta fyrir uppsetningu á lausninni. Með hjálparálfi er komið í veg fyrir mikla handavinnu við innflutning á stofngögnum. Jafnframt kemur lausnin tilbúin með fyrirfram skilgreindum upphafstillingum.

Hjálparálfurinn aðstoðar við uppsetningu á t.d. verkflæðum fyrir samþykktir, stillingar varðandi fjárhagsár eða uppsetningu á virðisaukaskatti.
Á forsíðu er hægt að smella á "Aðstoð við uppsetningu og verkefni"


Hægt er að setja í gang ýmsa hjálparálfa til að flýta fyrir uppsetningu.


Hjálparálfur sem leiðir þig í gegnum uppsetningu.

Einföldun í áætlunargerð sjóðsstreymis
Með nýrri útgáfu af NAV hafa aðgerðir varðandi áætlanir á sjóðsstreymi verið einfaldaðar með hjálparálfi sem leiðir notandann í gegnum uppsetningu. Með því að fylgja hjálparálfinum er hægt að setja upp einfalt sjóðsstreymi sem síðan er hægt að víkka út ef þörf krefur. Allar breytingar á sjóðsstreyminu eru einnig einfaldari en áður hefur verið. Hjálparálfurinn einfaldar uppsetninguna fyrir notandann með því að afgreiða ákveðna þætti sjálfkrafa.


Vefþjónustur fyrir skýrslugerð
Í síðustu útgáfum af NAV hefur verið möguleiki til staðar að útbúa vefþjónustur til skýrslugerðar í tólum líkt og Excel eða Power BI. Með NAV 17 hefur þessi möguleiki verið efldur að því leytinu til að nú er einfaldara fyrir notendur að útbúa sínar eigin vefþjónustur.

Með því að fara í gegnum einfaldan hjálparálf er hægt að skilgreina þau gögn sem vefþjónustan á að birta og lok ferilsins birtir NAV vefslóð sem síðan er hægt að opna í Excel eða öðru tóli sem styður ODATA vefþjónustur.

Ítarupplýsingar um uppsetningu á vefþjónustu.

Nýjungar í vef- og Windows viðmóti
Notendviðmót er sífellt í endurskoðun hjá Microsoft en með Dynamics NAV 17 útgáfunni er búið að gera ýmsar breytingar til betrumbóta.

Innfelldar tilkynningar
NAV 17 býður nú upp á að úbúnir séu hjálparálfar sem aðstoða notendur við að fara í gegnum ýmis skref í fyrsta skiptið.

Einnig er kominn inn sá möguleiki að hver notandi fyrir sig getur búið til reglur sem skila innfelldum tilkynningum þegar viðkomandi skilyrði er uppfyllt. Með þessu getur notandinn látið kerfið vinna fyrir sig og komið í veg fyrir villur sem annars hefðu komið upp ef engar tilkynningar hefðu verið birtar.Dæmi um innfellda tilkynningu.


Ítarupplýsingar birtast með því að smella á "Upplýsingar".


Mínar tilkynningar

Vefviðmót
Vefviðmót NAV hefur tekið miklum breytingum frá því það leit dagsins ljós í NAV 2013 R2 útgáfunni. Áhersla hefur verið lögð á það undan farin ári að einfalda upplifun notenda með því að straumlínulaga viðmótið og auka hraða kerfisins.

Í dag er því vefviðmótið orðið á par við Windows viðmótið og fátt sem ekki er hægt að gera í vefviðmótinu í samanburði við Windows viðmótið.


Vefviðmót í NAV 17

Almennar betrumbætur í öllum viðmótum

Verk
Nú er mögulegt að vinna með einfaldara viðmót þegar kemur að verkum ásamt því að búið er að einfalda yfirsýnina yfir verk í vinnslu. Janframt er búið að einfalda uppsetningu verks og tímaskráningu með hjálparálfi.

Með uppfærðu hlutverki verkefnastjóra er nú einnig auðveldara að nálgast algengar aðgerðir líkt og verk, gröf. Hlutverk verkefnastjóra birtir einnig verk í vinnslu í nýrri sýn.

Ítarupplýsingar um einfaldari verk.
 

Stofna verk

CRM tengingar
Með fyrri útgáfu af NAV var kynnt til sögunnar nýr hjálparálfur sem tengdi saman NAV og Dynamics CRM með einföldum hætti. Nú er búið að einfalda þennan feril enn frekar. Það er því leikur einn að tengja þessi tvö kerfi saman.

Ítarupplýsingar um uppsetningu.


Hjálparálfur fyrir tengingu við CRM

Vörur og forðar

Vörueigindi

Við skráningu á vörum í NAV hefur verið skortur á því að geta skráð ýmsar ítarupplýsingar með vörunni. Ítarupplýsinar eins og lengd, breidd og hæð hennar, ákveðnar innihaldslýsingar, litur hennar o.s.frv.

Með NAV 17 er búið að gera bragarbót á þessu með nýjum vörueigindum. Á birgðaspjaldi er nú hægt að skilgreina eigindi vöru og jafnvel skilgreina sniðmát fyrir ákveðnar vörur.

Þessi eigindi er síðan hægt að nýta til að leita eftir eða jafnvel birta í vefverslunum tengdum NAV. Möguleikarnir eru í raun endalausir.


Vörueigindi á birgðaspjaldi


Vörueigindi út frá birgðaspjaldi

Vöruflokkar
Til þess að geta byggt upp vitræna flokkun á vörum í NAV hefur verið bætt við NAV möguleikanum á að flokka vörurnar. Ekki nóg með að nú sé hægt að flokka vörur heldur er einnig hægt að skilgreina ákveðin eigindi fyrir hvern vöruflokk þannig að allar þær vörur sem tilheyra sama vöruflokk innihalda einnig sömu eigindi.

Þessa vöruflokka er síðan hægt að nýta ef setja á upp vefsíðu, þ.e. vefsíðan getur innihalidð sömu vöruflokkun og sett er upp í NAV.

Með þessu verður utanumhald um vörurnar áreiðanlegra og betra.Vöruflokkar og vörueigindi

Allt rafrænt
Greiðsluþjónustur

Með aukinni skýjavæðingu bætast við möguleikar á samþættingu og samtengingu við aðrar skýjalausnir. Með NAv 17 er nú hægt að tengja kerfið við PayPal og bjóða viðskiptavinum upp á að greiða fyrir reikninga í gegnum PayPal.

Eftir uppsetningu bætist við tengill við reikninginn sem hægt er að smella á, í rafrænum útgáfum, og ganga þar frá greiðslu.

Nánari upplýsingar um uppsetningu á tengingu við PayPal.Stafakennsl í gegnum Lexmark
Með NAV 16 bættist við möguleikinn á að tengja kerfið við þjónustu hjá Lexmark sem umbreyttir reikningum, hvort heldur sem er á pdf sniði eða myndum, yfir í ákveðið gagnaform sem síðan er hægt að lesa inn í innkaupareikninga í NAV.

Nú er búið að bæta þessa þjónustu enn frekar í NAV 17 en nú getur kerfið einnig lesið línur á reikningum og sett þær upp í samsvarandi línur innkaupareikningi.

Einnig hefur verið opnað á stuðning við íslenska sérstafi sem þýðir að nú fyrst er þessi þjónusta nothæf fyrir íslenska markaðinn.

Með þessari frábæru viðbót er því verið að auka enn frekar á sjálfvirkni í kerfinu.


Þjónusta Lexmark

Cortana
Með innbyggðri spávirkni fyrir sölu og birgðir geturðu náð betur utan um stöðu fyrirtækisins og gert áreiðanlegri áætlanir.

Með því að tengja Cortana við NAV getur Cortana nýtt söguleg gögn í NAV til þess að áætla birgðastöðu fram í tímann. Út frá þessum spám er einnig hægt að útbúa innkaupapantanir með skilgreindu magni út frá sögulegri þróun og þannig sparað bæði tíma og peninga.

PowerApps og Microsoft Flow
PowerApps og Microsoft Flow eru ný og öflug tól frá Microsoft sem bjóða notendum upp á að útbúa sín eigin smáforrit (öpp) og/eða ákveðin flæði eða verkferla á milli mismunandi kerfa.

PowerApps er eins og orðið gefur til kynna tól þar sem endanotendur geta smíðað sín eigin smáforrit og tengt þau við eða sótt upplýsingar frá mörgum mismunandi kerfum. Með NAV 17 er nú kominn stuðningur við PowerApps.

Með PowerApps opnast því nýr heimur fyrir notendur og fyrirtæki þegar kemur að því að leysa sértæka ferla innan fyrirtækisins án mikils kostnaðar, allt byggt á gögnum úr NAV.

Nánari upplýsingar um PowerApps.http://powerapps.microsoft.com

Microsoft Flow má í raun líkja við verkferlavél sem getur tengt sig inn á allskyns mismunandi kerfi. Með því að tengja mismunandi kerfi saman með verkferlum má spara tíma við skráningar og eftirlit þar sem kerfið vinnu fyrir mann.

Með nýjum einföldum vefþjónstum í NAV 17 er hægt að tengja Flow við og þannig hefja ferilinn í smíði á nýjum ferlum.

Hér fyrir neðan má sjá nánari útskýringu á hvernig Flow virkar. Ég hvet þig til þess að horfa á þetta myndband.

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU