28.1.2019 | Fréttir

Einfaldari skjalastjórnun með málakerfi Advania

advania colors line

Fyrirtæki og opinberar stofnanir sem þurfa að varðveita skjöl og afhenda Þjóðskjalasafni Íslands, geta notað til þess málakerfi Advania.

Opinberar stofnanir eiga samkvæmt lögum að varðveita gögn sín í ákveðinn tíma og afhenda þau svo Þjóðskjalasafni Íslands. Fyrir skömmu fékk Menntaskólinn á Egilsstöðum samþykki frá Þjóðskjalasafni til að nota mála- og skjalakerfi Advania til að halda utan um sín gögn og koma þeim til safnsins þegar að því kemur. Kerfið er hluti af easySTART lausnum Advania sem byggja á SharePoint umhverfinu. Um er að ræða einfalda en sveigjanlega lausn sem býður meðal annars uppá aðgangsstýringar og góða flokkunar- og leitarmöguleika.

Advania setti upp málakerfi fyrir nokkrar stofnanir og fyrirtæki í O365 í fyrra og hafa verkefnin gengið vel. Ýmist voru um að ræða opinberar stofnanir sem þurfa að skila gögnum sínum til Þjóðskjalasafns Íslands eða fyrirtæki sem vildu koma sínum skjalamálum í betra horf.

Frekari upplýsingar um SharePoint-lausnir Advania má lesa hér.


TIL BAKA Í EFNISVEITU