5.2.2019 | Blogg

Hver er vegferð þinna viðskiptavina?

advania colors line

Á næstu dögum ætlum við að birta nokkrar greinar sem ritaðar eru af Andra Má Helgasyni, vörustjóra CRM og SharePoint, í tilefni þess að ný markaðssetningareining hefur bæst við Dynamics 365 Customer Engagement. Þessi eining nefnist Dynamics 365 Marketing en til styttingar verður hún kölluð Marketing í þessum greinum.

Við hvetjum áhugasama um að skrá sig á Microsoft póstlista hjá okkur og tryggja sér þannig allar greinarnar í tölvupósti um leið og þær verða gefnar út. Þeir sem skrá sig á Microsoft póstlistann tryggja sér einnig aðrar upplýsingar um þessa lausn og gera okkur kleift að láta vita þegar við stöndum fyrir viðburðum sem snertir þessa lausn. Smelltu hér til að skrá þig á Microsoft póstlistann. 

Í þessari fyrstu grein fjallar Andri um Microsoft Dynamics 365 Marketing í stuttu máli og stiklar á stóru um helsti kosti kerfisins. 

Hvað er átt við þegar talað er um vegferð viðskiptavinar eða kaupferil?

Kaupferill er ferðalagið sem viðskiptavinurinn leggur í frá því að hann fær vitnesku um vörumerkið þitt þar til hann endar á því að kaupa vöru eða þjónustu af þér. Þetta ferli er ágætt að útskýra með hefðbundinni sölupípu sem er mikið notuð þegar kemur að sölustýringu. Með því að bæta markaðsþættinum við sölupípuna náum við að sýna vegferðina frá því viðskiptavinurinn fær vitneskju um vörumerkið þar til hann sýnir vörunni áhuga, tekur ákvörðun um kaup og endar með viðskiptum og eftirfylgni. 

Í greinaröðinni mun ég nota eftirfarandi markaðs- og sölupípu til að sýna hvernig hægt er að nýta Dynamics 365 Customer Engagement til að styðja við hvern hluta vegferðarinnar. 

Stafrænt sölu- og markaðsstarf

Krafan um stafrænt sölu- og markaðsstarf fer sífellt vaxandi því neytendur leita sífellt í meira mæli að upplýsingum á netinu. Fólk er oft löngu búið að taka ákvörðun um kaup áður en það stígur fæti inn fyrir dyr verslana. Hluti af því ferli er að fólk aflar sér upplýsinga um vöruna á netinu og fær þá jafnvel upplýsingar frá öðrum kaupendum um upplifun þeirra af vörunni. Það er því mikilvægt að komast sem fyrst inn í vegferð viðskiptavina með því að veita þeim strax á fyrstu stigum upplýsingar um vöruna og jafnvel aðstoð.

Með því að styrkja tengslin á milli markaðs- og sölustarfsins eru því meiri líkur á að hægt sé að beina viðskiptavinum að þeirri vöru sem þú ert að selja.

Á stafrænni markaðsráðstefnu sem Gartner hélt á síðasta ári var fjallað um mikilvægi þess að fyrirtæki héldu betur utan um upplýsingar um viðskiptavini og koma þyrfti í veg fyrir að þau gögn takmörkuðust við stök kerfi. Flæði á milli sölu- og markaðstóla spilar þar lykilhlutverk.

 Ný vara og möguleikar stafrænnar markaðssetningar 

Á síðasta ári kynnti Microsoft um Dynamics 365 Marketing, lausnar sem hafði verið í þróun um nokkurt skeið. Margir biðu hennar með mikilli eftirvæntingu en hvað er svona merkilegt við hana? Jú, í fyrsta skipti er nú hægt að tengja saman markaðs- og sölustarfið með samnýtingu gagna án þess að þurfa að reiða sig á viðbótar hugbúnað frá þriðja aðila. Hægt er að fylgjast með og stýra vegferð viðskiptavina frá vitneskju til kaupa, allt í einu kerfi, og með sameiginlega sýn fyrir bæði sölu- og markaðsfólk.

Til að stikla á stóru má nefna að kerfið hjálpar notendum að halda utan um markhópa, vegferð viðskiptavinarins, senda tölvupósta, útbúa lendingarvefsíður, skráningarform, viðburðastýringu og margt fleira

---

Í næstu grein fjallar Andri um hvernig hægt er að nýta þetta tól til að auka vitund og áhuga meðal væntanlegra viðskiptavina. Við hvetjum áhugasama til að skrá sig á póstlista hjá okkur og tryggja sér þannig allar greinarnar í tölvupósti um leið og þær verða gefnar út. Smelltu hér til að skrá þig

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU