18.2.2019 | Fréttir

Eins og innbrot á heimilið

advania colors line

Það var ekki laust við að stjórnendum Arctic Trucks hafi brugðið þegar þeir uppgötvuðu að svikahrappar höfðu stolið nærri 40 milljónum króna af erlendum viðskipavini fyrirtækisins á dögunum.

Svikahrapparnir blekktu viðskiptavin Artic Trucks til að greiða upphæðina inn á sinn eigin bankareikning í stað bankareiknings Arctic Trucks en greiðslan var vegna ferðar tveggja einstaklinga á Suðurpólinn með íslenska fyrirtækinu. Svikarinn fylgdist með samskiptum ferðalanganna og Artic trucks í langan tíma áður en hann lét til skarar skríða.

„Mér leið eins og einhver hefði brotist inná heimili mitt og tekið eitthvað. Það er greinilegt að einhver var að fylgjast með manni,“ segir Herjólfur Guðbjartsson forstjóri Arctic Trucks um upplifun sína af svikunum.

Í þessu podcasti heyrum við lýsingar Herjólfs af svikunum og spyrjum Daða Gunnarsson sérfræðing í netbrotadeild lögreglunnar hverjir standi að baki umfangsmiklum netsvikum sem nú herja á einstaklinga og fyrirtæki í landinu.


Advania stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um stafrænar ógnir, netsvik og öryggisvitund föstudaginn 22.febrúar. Skoðaðu dagskrá fundarins hér. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU