26.2.2019 | Blogg

Hvernig auðveldum við kaupákvörðun?

advania colors line

Í þessari þriðju grein Andra Más Helgasonar um Microsoft Dynamics 365 Marketing fjallar hann um leiðir til að einfalda kaupákvörðunarferli tilvonandi viðskiptavina. Við hvetjum lesendur til að skrá sig á Microsoft-póstlista Advania og tryggja sér þannig allar helstu upplýsingar um Microsoft lausnir sem við bjóðum. 

Hvernig auðveldum við kaupákvörðun?

Oft tekur það fólk nokkurn tíma að mynda sér endanlega ákvörðun fyrir kaup. Á meðan á þeim tíma stendur skiptir miklu máli að halda boltanum á lofti og reyna eftir fremsta megni að sýna tilvonandi viðskiptavini hver ávinningurinn hans yrði af því að kaupa vöruna þína.

Mikilvægt er að tryggja að tilvonandi viðskiptavinur fái réttar upplýsingar á réttum tíma, í samræmi við það hvar hann er staddur í vegferðinni. Til þess er t.d. hægt að nýta Customer Journey tólið sem ég talaði um í síðustu grein. Lendingarsíður gegna einnig mikilvægu hlutverki í upplýsingagjöfinni.   

Lendingarsíður með ítarupplýsingum

Með Marketing getur þú útbúið margskonar lendingarsíður. Kerfið gerir þér t.d. kleift að búa til lendingarsíðu sem auglýsir tímabundið tilboð til viðskiptavina og sett þar inn skráningarform sem hvetur notendur til að skrá ákveðnar upplýsingar um sig.

Þú getur jafnframt stillt upp lendingarsíðu sem er upplýsingaveita fyrir þá sem eru þegar búnir að kynna sér vöruna þína. Þar getur þú t.d. boðið upp á fría ráðgjöf eða frían aðgang að vöru eða þjónustu í ákveðin tíma áður en ákvörðun er tekin um kaup. Á þessum lendingarsíðum er gott að hafa skýran aðgerðahnapp sem vísar viðskiptavini á þann stað þar sem kaup geta svo farið fram. 

Vefnámskeið, kynningar og ráðstefnur 

Önnur leið til að halda boltanum á lofti er að láta tilvonandi viðskiptavini vita af námskeiðum, kynningum eða ráðstefnum sem tengjast viðkomandi vöru. Með því að bjóða upp á viðburði færð þú tækifæri til að fræða fólk enn frekar um kosti vörunnar þinnar. Þarna færð þú jafnfrmt öflugt tól til að afla upplýsinga um þá sem eru áhugasamir um vöruna.  

Með Marketing fylgir öflugt viðburðarstjórnunartól sem býður meðal annars upp á vefsíðugátt þar sem hægt er að birta upplýsingar um vefnámskeið, kynningar og ráðstefnur. Viðburðarstjórnunartólið getur haldið utan um marga þætti viðburðastjórnunar eins og t.d. fyrirlestra og fyrirlestrarlínur, samskipti við fyrirlesara, kostnað og skráningar á viðburði. Hægt er að nota Marketing til að halda utan um skráningar á vefnámskeið, en ég tek þó fram að kerfið býður ekki upp á tól til að halda vefnámskeið. Til þess að geta haldið vefnámskeið þarf að nota lausnir á borð við Teams og/eða Skype for Business frá Microsoft (sem fylgir Office 365). Marketing býður upp á tilbúnar tengingar úr kassanum við t.d. kerfi sem heitir On24. Fleiri tengingar eru í farvatninu en ekki er vitað hvenær þær verða aðgengilegar. 

 

Áreiðanleiki söluábendinga 

Vinnutími sölufólks er dýrmætur og takmarkaður. Því skiptir miklu máli að hver starfsmaður einbeiti sér að þeim söluverkefnum sem eru líklegust til árangurs. En hvernig forgangsröðum við verkefnum? 

Marketing getur unnið sjálfvirkt með söluábendingar og gefið þeim stig eftir fyrirfram skilgreindum gildum. Því hærra skor sem söluábending fær, því ofar fer það í forgansröðun. Jafnvel er hægt að láta Marketing útbúa sjálfvirk sölutækifæri úr söluábendingum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Nánar er fjallað um stigagjöf söluábendinga í þessu kynningarmyndbandi frá Microsoft

Eftirfylgni kaupa 

Með auknu vöruframboði á netinu verður sífellt erfiðara að keppa á besta verðinu. Ein leið til þess að skapa sér samkeppnisforskot er að bjóða upp á úrvals þjónustu, og veita þá eitthvað sem samkeppnisaðilar eru ekki að veita. Í kaupferlinu þarftu að gera tilvonandi viðskiptavinum grein fyrir kostum þess að versla af þér umfram samkeppnisaðila. Til þess að geta metið hvernig þjónustustigið þitt er í samanburði við aðra skiptir miklu máli að geta mælt hana. Það getur þú t.d. gert með því að senda út kannanir um gæði þjónustunnar og þannig aflað þér verðmætra gagna um upplifun viðskiptavina þinna.  

Í Dynamics 365 Customer Engagement fylgir ákveðið tól sem heitir Voice of the Customer en þar er einmitt hægt að útbúa kannanir sem síðan er hægt að tengja við Marketing og bæta við í vegferð viðskiptavina. Þannig er hægt að láta kerfið senda sjálfkrafa út kannanir á þá einstaklinga sem vegferðin skilgreinir. 

Í þessu myndbandi er sýnt hvernig hægt er að útbúa könnun og senda út í kjölfar þjónustuverks. Aðferðin við uppsetningu á könnun í tengslum við markaðssetningu og kaup er sú sama. 

-----

Í næstu grein ætlar Andri að fjalla um framkvæmdina, og tekur fyrir raunverulegt dæmi um markaðs- og sölupípu. Við hvetjum lesendur til að skrá sig á Microsoft-póstlista Advania og tryggja sér þannig allar helstu upplýsingar um Microsoft lausnir. 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU