Bilun lokið í hýsingarumhverfi Advania

Sérfræðingar okkar eru langt komnir með greiða úr vanda sem upp kom í dag vegna bilunar í miðlægum búnaði í hýsingarumhverfi Advania.
Bilunin olli því meðal annars tölvukerfi nokkurra viðskiptavina lágu niðri um tíma, þar á meðal nokkrir opinberir vefir. Allir opinberir vefir eru komnir upp aftur.
Rót vandans hefur verið greind og var hún rakin til bilunar í búnaði sem Advania nýtir í umhverfi sínu. Komið hefur verið í veg fyrir að umrædd bilun hafi frekari áhrif og verður málið tekið áfram með viðkomandi birgja til frekari greiningar.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum sem bilunin olli.
TIL BAKA Í EFNISVEITU