8.3.2019 | Blogg

Sex góð ráð fyrir sjálfvirknivæðingu

advania colors line

Sjálfvirknivæðing er mikið til umræðu í heimi upplýsingatækninnar um þessar mundir. Það kemur ekki mikið á óvart, enda boðar þessi tækni mikil tækifæri. Fyrirtæki geta sparað talsverðar fjárhæðir og aukið framleiðni með því að sjálfvirknivæða síendurtekna handvirka verkþætti. Sjálfvirkni minnkar álag á starfsfólki og gefur þeim færi á að einbeita sér frekar að virðisaukandi verkefnum. Með þessu er verkferlum er sömuleiðis hraðað og þjónustustig aukið.

Það má færa sterk rök fyrir því að innleiðingu sjálfvirknilausna fylgi augljós ávinningur en þó er vert að hafa nokkra hluti í huga áður en farið er út í innleiðingu þeirra. Hér eru sex góð ráð fyrir þá sem eru að íhuga sjálfvirknivæðingu í sínum fyrirtækjum.


1. Mundu að stafræn stefnumótun er mikilvæg
Við innleiðingu hugbúnaðarlausna er mikilvægt að vel sé vandað til verka. Sé rokið of geyst af stað er hætta á að lausnirnar skili ekki því sem til stóð, og jafnvel geta þær skapað fleiri vandamál en þær leysa. Mikilvægt er að vera með skýra stefnumótun þegar kemur að stafrænni innleiðingu og oft getur reynst gott að fá hlutlausa utaðkomandi aðila til að gefa ráð.

2. Vertu viss um hvaða vandamál hugbúnaðurinn á að leysa
Ekki innleiða hugbúnað bara af því að hann þykir töff. Innleiddu hugbúnað sem leysir vandamál innan fyrirtækisins. Vandamál sem varða þjónustuhraða, kostnað, eða skipulag. Hver sem vandinn er þá er mun líklegra að þú getir leyst hann ef hann er fyrst vel skilgreindur. 

3. Taktu frá góðan tíma í innleiðingu
Þegar þú hefur valið lausn þarftu að gefa þér góðan tíma í að skipuleggja innleiðinguna og hugsa vel um mögulegar samþættingar. Einnig þarftu að hugsa um notendur, hvernig þeir munu nota hugbúnaðinn og hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis. Því meiri tíma sem þú verð í skipulag því minni líkur er á vandamálum þegar kerfið er komið í gang. 

4. Ekki gleyma að fylgja eftir innleiðingu með þjálfun
Það er ekki nóg að innleiða nýjar hugbúnaðarlausnir og láta svo bara þar við sitja. Það þarf að þjálfa starfsfólk í að nota lausnirnar, skilgreina vinnuferla og fylgja þjálfuninni vel eftir til að vera viss um að starfsfólk sé að nota lausnina eins og ætlast var til.

5. Mundu að þetta er langtíma verkefni
Mikilvægt er að horfa vel fram í tímann þegar unnið er með innleiðingu nýrra lausna. Hvaða áhrif munu breytingar í rekstrarumhverfi fyritækisins hafa á hugbúnaðinn? Hversu erfitt verður að skipta út lausninni síðar meir ef aðstæður kalla á breytingar? Þú verður að velja réttu lausnina af kostgæfni og reyna eftir fremsta megni að meta hvernig hún mun þróast með öðrum hugbúnaðarlausnum fyrirtækisins.

6. Endurmat og uppfærslur eru lykillinn að auknum ávinningi
Mikilvægt er að yfirfara og endurmeta alla sjálfvirkniferla einu sinni eða tvisvar á ári til að tryggja að þeir séu að skila hámarks framleiðni. Þú munt læra mjög mikið fyrstu vikur og mánuði eftir innleiðingu og því er mikilvægt að nýta þann lærdóm til að betrumbæta sjálfvirkniferla.

Sérfræðingar okkar eru reiðubúnir að hjálpa þér að meta kosti sjálfvirknivæðingar fyrir þitt fyrirtæki. Í sameiningu getum við fundið bestu lausnina og hagað innleiðingu með þeim hætti sem færir þér mestan ávinning.

 

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU