14.3.2019 | Blogg

Hvernig er best að haga framkvæmd?

advania colors line

Í fjórðu og síðustu greininni í greinaröðinni um Microsoft Dynamics 365 Marketing fer Andri yfir framkvæmdarstigið og fjallar um raunverulegt dæmi um markaðs- og sölupípu. Við minnum á að þú getur skráð þig á Microsoft póstlistann okkar og þannig tryggt þér m.a. aðgang að Microsoft fréttabréfi Advania.

Markaðs- og sölupípan

Nú þegar við höfum farið í gegnum þrjú fyrstu stig markaðs- og sölupípunar og hvað hægt er að gera á hverju stigi pípunnar, ásamt því að skoða hvernig hægt er að nýta Dynamics 365 Marketing til að einfalda vinnuna, er ekki úr vegi að draga saman helstu lykilatriði.  

Vegferð viðskiptavinarsins er það sem við horfum á frá upphafi til enda, frá því vitund um vörumerkið þitt vaknar þar til hann endar á að kaupa af þér. Í gegnum markaðs- og sölupíuna er farið í gegnum eftirfarandi stig: 

  1. Vitund 
  2. Áhugi
  3. Ákvörðun 
  4. Framkvæmd 

 

Vitund

Hér beitum við ýmsum aðferðum til að auglýsa vörumerkið og vekja þannig fólk til vitundar um vöruna þína. Til þess má beita efnismarkaðssetningu, birtingu á samfélagsmiðlum, auglýsingum, leitarvélabestun og almannatengslastjórnun.   

 

Áhugi

Hér notum við lendingarsíður til að öðlast ítarlegri upplýsingar um mögulega viðskiptavini. Á lendingarsíðum getum við birt efni um vöruna og boðið mögulegum viðskiptavinum upp á að skrá sig fyrir fréttabréfum eða ítarefni.  

 

Ákvörðun

Á þessu stigi er mögulegur viðskiptavinur orðinn líklegur til að kaupa á vöruna þína. Þess vegna er mikilvægt að auðvelda honum kaupákvörðunina. Hér getum við boðið upp á enn ítarlegri upplýsingar um vöruna eða jafnvel boðið væntum viðskiptavini upp á ókeypis ráðgjöf eða tímabundinn aðgang að vörunni.  

 

Framkvæmd

Á lokastiginu þurfum við að tryggja að viðskiptavinir hafi greiðan aðgang til að ganga frá kaupum á vörunni, hvort sem það er gert í verslun, í gegnum netverslun eða með öðrum hætti.  

Ferlinu er samt langt í frá lokið þó viðskiptavinur hafi gengið frá kaupum. Með því að gefa viðskiptavinum vettvang til að tjá sig um vöruna og/eða samskiptin við verslunina þína gefur þú rekstrinum þínum aukinn trúverðugleika, og það getur leitt til frekari sölutækifæra.

Eftirfylgni í formi viðhorfskannana getur líka fært þér verðmætar upplýsingar um það sem betur mætti fara, eða það sem vel var gert. Slíkar kannanir geta fært þér mikilvægt forskot í síharðnandi samkeppnisumhverfi.

 

Markaðs- og sölupípa frá upphafi til enda

Nú skulum við skoða raunverulegt dæmi til að draga saman það sem við höfum lært, og nota til þess tiltekna auglýsingaherferð Advania. Nú styttist í fermingar og hefur fjöldi fyrirtækja þegar hafið fermingarherferðir sínar. Advania er þar engin undantekning og við skulum  skoða hvernig markaðs- og sölupípan nýtist fyrirtækinu. 

 

Vitund

Advania nýtir sér m.a. samfélagsmiðla til að auka vitund fólks, og greiðir fyrir auglýsingar þar. Auglýsingin hefur að geyma hlekk á lendingarsíðu sem inniheldur upplýsingar um gjafir sem sniðnar eru að fólki sem er að huga að fermingargjöfum.

 

Áhugi

Þegar fólk smellir á auglýsinguna endar það á lendingarsíðu sem inniheldur nánari upplýsingar um úrval fermingargjafa hjá Advania. Í þessu tilviki var tekin saman sérstök lendingarsíða sem innheldur eingöngu vörur sem henta sem fermingargjafir. Næsta skref er síðan kaupákvörðunin.

 

Ákvörðun

Til að einfalda kaupákvörðunarferlið birtum við ítarlegt yfirlit yfir helstu eiginleika vörunnar. Notendur geta einnig séð sambærilegar vörur og við gerum þeim kleift að bera saman vörur með einföldum hætti. Auk þess er því komið á framfæri að kaupum fylgi ókeypis heimsending.

 

Framkvæmd

Lögð er áhersla á að hafa kaupferlið einfalt en öruggt. Þess vegna byrjum við á að bjóða viðskiptavinum að auðkenna sig en með því tryggja þeir sér m.a. sögulegt yfirlit allra viðskipta sem þeir eiga í gegnum vefverslun Advania, þeir eru fljótari að ganga frá kaupum síðar meir og tryggja sér kynningartilboð sem kunna að vera send út síðar meir. Viðskiptavinum er síðan boðið að velja á milli greiðslu- og afhendingarmáta sem þeim hentar best. 

 

 

Hvernig lítur þín markaðs- og sölupípa út?

Nú þegar við höfum rennt yfir það helst sem einkennir markaðs- og sölupípuna og farið yfir raunverulegt dæmi er tímabært að þú veltir því fyrir þér, hvernig þín markaðs- og sölupípa lítur út í dag, og hvernig hún gæti litið út. Ert þú að hámarka nýtingu allra tækifæranna sem standa þér til boða? 

Ég hvet þig til að skoða nánar helstu kosti Microsoft Dynamics 365 Marketing. Með henni getur þú samþætt markaðs- og sölustarf þitt, ræktað samband við hagsmunaaðila og tekið upplýstar ákvarðanir. Hver veit nema þessi lausn gæti gert markaðs- og sölupípuna þína enn skilvirkari og árangursríkari. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU