Forritarar Advania í hlutverk hakkara

Forritarar Advania brugðu sér í hlutverk hakkara í dag og tóku þátt í hakkaþoni á vegum Syndis. Markmiðið var að þjálfa forritarana í að koma auga á algeng forritunarmistök.
Forritararnir fengu að spreyta sig á lausn sem kallast Adversary og þróuð er af Syndis. Lausnin er ætluð til að auka öryggisvitund forritara og þjálfa þá í að finna mistök sem geta leitt til alvarlegra veikleika. Lausnin er sett upp í leikjaformi og á hakkaþoninu fengu forritararnir það verkefni að brjótast inn á vefi sem Syndis hefur sett upp.
„Við leggjum mikla áherslu á að forritarar okkar séu meðvitaðir um nýjustu strauma og stefnur,“ segir Baldvin Þór Svavarsson forstöðumaður á hugbúnaðarlausnasviði Advania. „Lausnin sem Syndis hefur þróað hjálpar okkur að auka hæfni okkar fólks og öryggi þeirra lausna sem við þróum.“
Sigurvegari keppninnar var Hrafnkell Baldursson (í miðjunni), í öðru sæti varð Ómar Páll Axelsson (t.h.) og í þriðja sæti varð Ívan Bjarni Jónsson (t.v).
TIL BAKA Í EFNISVEITU