18.7.2019 | Fréttir

Einar stýrir viðskiptalausnum Advania

advania colors line
Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Advania. Einar Þórarinsson tekur við sem framkvæmdastjóri viðskiptalausna af Kristni Eiríkssyni sem hættir störfum hjá félaginu.

Kristinn Eiríksson hættir störfum sem framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania.
Einar Þórarinsson sem var áður framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs tekur við starfi hans. Einar er öllum hnútum kunnugur hjá Advania eftir að hafa leitt stór verkefni innan fyrirtækisins undanfarin átta ár. Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á þjónustu- og markaðsmálum í kjölfarið og heyra þau nú beint undir Ægi Má Þórisson forstjóra.
Framkvæmdastjórn Advania skipa nú þau Sigrún Ámundadóttir, Anna Björk Bjarnadóttir, Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Einar Þórarinsson, Jón Brynjar Ólafsson og Ægir Már Þórisson.

Kristni þökkum við kærlega fyrir frábært samstarf og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

TIL BAKA Í EFNISVEITU