12.8.2019 | Fréttir

Securitas skilvirkara eftir ráðgjöf Advania

advania colors line

Hraðari ákvarðanataka, samstilltari stjórnendahópur og skýr framtíðarsýn fyrirtækisins. Þetta er ávinningur af ráðgjöf Advania Advice, að mati forstjóra Securitas.

Öryggisfyrirtækið Securitas hefur nýlokið ítarlegri stefnumótunarvinnu með stjórnendaráðgjöfum Advania Advice. Securitas hafði starfað í fjörutíu ár á sviði öryggismála á Íslandi og þótti tími til kominn að marka sér stefnu í upplýsingatæknimálum.
„Við vorum á stafrænum vegamótum í fyrra þegar við innleiddum nýtt snjallkerfi fyrir heimili og fyrirtæki. Með því stigum við stórt skref inn í framtíðina og okkur fannst tilvalið að sækja okkur faglega ráðgjöf um hvað skyldi gera í framhaldinu,“ segir Ómar Svavarsson forstjóri Securitas.
Stjórnendaráðgjafar Advania Advice voru fengnir að borðinu ásamt öllum lykilstjórnendum Securitas. „Þá hófst ákaflega krefjandi ferli. Við vorum ekki bara að innleiða nýja tækni, heldur fórum við í að endurskoða allt skipulag fyrirtækisins ofan í kjölinn. Mestu átökin voru að breyta sjálfum sér og kollvarpa hefðbundnum vinnuaðferðum okkar. Það getur verið erfitt að breyta 40 ára gamalli menningu. Með ráðgjöfunum fórum við svo í að breyta innviðum fyrirtækisins þannig að við gætum aðlagað okkur að nýrri tækni,“ segir Ómar.

Ekki stóð á árangri af vinnunni að mati forstjórans. „Eftir margra mánaða vinnu get ég sagt að ávinningurinn sé augljós. Við erum samstilltari hópur, við erum sneggri að taka ákvarðanir og við vitum nákvæmlega hvert við stefnum. Nú höfum við markað okkur skýra stafræna stefnu og höfum viðskiptavininn í algjörum forgangi.“
Ómar bendir á að samstarfið við Advania Advice hafi ennig getið af sér frjó og spennandi verkefni sem feli í sér mikil sóknarfæri fyrir Securitas.
„Vinnan við að móta okkur framtíðarstefnu gat einnig af sér frjó og spennandi verkefni sem við erum að vinna áfram. Næstu skref eru að taka á öðrum stórum málum með sama hætti, svo sem viðskiptatengslastjórnun sem við teljum miklu máli skipta fyrir framtíðarrekstur fyrirtækisins,“ segir Ómar.


Advania Advice er þverfaglegt teymi sem hjálpar stjórnendum að nýta tækifæri í tækniþróun. Advice notar m.a. aðferðir design thinking, tækniþekkingu Advania, rannsóknir Gartner, ásamt öðrum reyndum aðferðum til að hjálpa fyrirtækjum að ná árangri.

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU