21.8.2019 | Fréttir

Advania stækkar

advania colors line

Advania hefur fest kaup á norska upplýsingatæknifyrirtækinu Itello. Með kaupunum styrkir Advania markaðshlutdeild sína í Noregi og eykur umsvif sín í opinbera geiranum þar í landi. Advania hyggur á frekari vöxt og sameiningar á Norðurlöndum.

Itello var stofnað árið 2007 og hefur sérhæft sig í rekstrarþjónustu og sölu á vélbúnaði. Fyrirtækið hefur vaxið ört á tólf árum og er stærsti hluti teknanna vegna þjónustu við opinberar stofnanir og sveitarfélög í Noregi. Stofnendurnir þrír starfa enn hjá félaginu og bætast nú í starfslið Advania ásamt öðrum 16 starfsmönnum Itello.

Advania í Noregi hefur hingað til lagt höfuðáherslu á viðskiptalausnir. Í fyrra var tekin ákvörðun um að breikka þjónustuframboð fyrirtækisins og bjóða rekstrarþjónustu, eftir góðan árangur Advania á Norðurlöndunum á því sviði. Kaupin á Itello eru liður í þessari stefnu fyrirtækisins. Með kaupunum mun velta Advania í Noregi aukast verulega, velta félagsins var 2 milljarðar ISK á árinu 2018 en með kaupunum verður velta félagsins 9 milljarðar ISK.

Advania er orðið eitt stærsta þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni á Norðurlöndum.
„Kaupin á Itello eru önnur kaup Advania í Noregi á innan við ári. Með þeim eykst markaðshlutdeild okkar í Noregi og gerir okkur kleift að verða enn betri samstarfsaðili í upplýsingatækni. Frekari kaup og sameiningar eru fyrirhugaðar á Norðurlöndunum,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania á Íslandi.

„Vegferð okkar hjá Itello hefur verið spennandi en nú hlökkum við til að verða hluti af norrænni samstæðu. Lausnaframboð okkar breikkar, fagþekking eykst og við verðum betur í stakk búin til að veita samkeppni á markaði,“ segir Ole Anders Wilsko Jenssen forstjóri Itello.

Fréttin hefur verið uppfærð.TIL BAKA Í EFNISVEITU