18.9.2019 | Fréttir

Fyrsta PMAx notendaráðstefna Advania

advania colors line
PMAx hópurinn

Nýverið hélt Advania fyrstu ráðstefnu fyrir samstarfsaðila og viðskiptavini PMAx365 fasteignarumsjónakerfisins. Dagskráin varði í tvo daga þar sem boðið var uppá ýmsar kynningar og vinnustofur sem sneru að PMAx lausninni og rekstri fasteigna. 

„Við hjá Advania erum gríðarlega ánægð með heimsókn og þátttöku samstarfsaðila og viðskiptavina þeirra. Ráðstefnan var afar vel heppnuð og við gerum ráð fyrir að hún verði sú fyrsta í röðinni af mörgum,“ segir Sigríður Sía Þórðardóttir, forstöðumaður PMAx þróunar. 

Hér má lesa meira um PMAx365 lausnina sem er hönnuð í nánu samstarfi við umsvifamikil fyrirtæki á fasteigna- og leigumarkaði í Evrópu.


TIL BAKA Í EFNISVEITU