20.11.2019 | Fréttir

Splunkuný Legobúð

advania colors line

Legobúðin opnaði vefverslunina legobudin.is á dögunum. Verslunin er mikið fagnarefni fyrir forfallna Lego-nörda um land allt.

Eins og allir þekkja eru Lego sígild leikföng sem úreldast aldrei og ganga kynslóða á milli. Grunnurinn er alltaf sá sami og fegurðin felst í því að gamalt og nýtt dót passar alltaf saman. Í Legobúðinni er tilvalið að nálgast aukahluti og skemmtilegar viðbætur við eldri Lego-sett. Þannig má stuðla að minni sóun og betri varðveislu á því dóti sem til er fyrir. Á vefnum eru þægilegir leitarmöguleikar og hægt að skoða úrvalið eftir aldursflokkum, verðbili eða vinsælum þemum. Ítarlegar upplýsingar eru um hverja vöru í versluninni sem hjálpar til við valið.

„Það er í raun þægilegra að versla Lego í vefverslun en í hefðbundnum verslunum því á vefnum má virða fyrir sér allt innihald í hverjum pakka og leita eftir ólíkum skilyrðum. Margir hafa ekki aðrar forsendur en að leita að gjöf fyrir ákveðið gamalt barn. Þá er hentugt að geta með einum smelli skoðað allt sem er í boði fyrir þann aldur. Í vefversluninni getur fólk afgreitt jólagjafalistann á örskotsstundu úr sófanum heima. Nú bjóðum við uppá þjónustu við alla landsbyggðina og getum sent pantanir hvert á land sem er,“ segir Sigrún Ásta Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og þróunarsviðs A4 sem rekur Legobúðina.

Hún segir starfsfólk Legobúðarinnar í Smáralind lengi hafa fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir vefverslun með Lego-vörur. „Starfsfólk okkar hefur tekið við ógrynni af pöntunum í gegnum samfélagsmiðla búðarinnar þannig að nýja vefverslunin mætir þeirri skýru kröfu viðskiptavina okkar.“

Vegleg opnunartilboð verða frá 19.-21. nóvember þar sem 20% afsláttur er af öllum vörum í vefverslun og frí heimsending.

Vefurinn var settur upp í Dynamicweb vefverslunar- og markaðskerfinu í samstarfi við Advania.


TIL BAKA Í EFNISVEITU