14.1.2020 | Fréttir

Takk fyrir komuna á nýársgleði Advania!

advania colors line

Rúmlega fimm hundruð viðskiptavinir og samstarfsaðilar Advania lögðu leið sína í nýárspartý fyrirtækisins sem haldið var á dögunum. Kröftug lægð kom ekki í veg fyrir að hlýleg stemning myndaðist í húsinu.

Konur úr Vertonet, hagsmunasamtökum kvenna í upplýsingatækni, fjölmenntu í fordrykk og héldu uppi stuðinu í partíinu.

Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna og fyrir að hafa gert þetta kvöld svona skemmtilegt. Sérstaklega viljum við þakka þeim Sögu Garðarsdóttur sem sá um grínið og Silju Glömmi og Vigni Þór Stefánssyni sem sáu um tónlistna.

Hér eru svipmyndir úr boðinu.

Myndir má skoða hér. 

Við getum ekki beðið eftir næsta nýárspartýi.

Starfsfólk Advania


TIL BAKA Í EFNISVEITU