2.3.2020 | Fréttir

Podcast um kerfisrekstur og upplýsingatækni

advania colors line

NERD ALERT! 

Sérfræðingar okkar í SPOC-inu eru stöðugt að viða að sér nýrri þekkingu og þeir fylgjast vel með því helsta sem gerist í heimi tækninnar. Nú hafa kerfisstjórarnir Heiðar Hólmberg Jónsson, Einar Örn Einarsson og Elías Sigurðsson hleypt af stað hlaðvarpsþættinum TechCast Advania sem finna má á Spotify.
Tveir þættir af tæknispjalli eru nú aðgengilegir þar sem rætt er um spennandi tækni sem vert er að fylgjast með, það nýjasta í kerfisrekstri og “best practices” í upplýsingatækni.

Í fyrsta þætti er rætt um Intune, um hvernig hægt er að setja það upp á tækjum, hvernig hugbúnaðardreifing virkar með Intune ásamt patching á Windows. 

Í öðrum þætti er farið yfir Powershell. Hvernig það tengist command prompt og linux skeljum (bash) og hvernig hægt er að koma sér af stað og læra á það. 

Hlekkir á umfjöllunarefnin fylgja með á Spotify. 


TIL BAKA Í EFNISVEITU