30.3.2020 | Fréttir

Breyttur opnunartími á þjónustuborði Advania

advania colors line

Í ljósi aðstæðna á tímum COVID faraldurs viljum við vekja athygli á breytingum á opnunartímum móttöku og þjónustuborðs. Móttöku í Guðrúnartúni 10 hefur verið lokað og opnunartími þjónustuborðs verið styttur. Þessar breytingar eru tímabundnar á meðan þetta ástand varir og verða endurskoðaðar reglulega á næstu vikum.

Þjónustuborð Advania mun nú aðstoða viðskiptavini frá klukkan 8:00 til klukkan 16:00 í síma 440 9000. Áður var þjónustuborð opið til klukkan 17:00.

Áfram verður hægt að senda beiðnir á þjónustuborðið í gegnum advania@advania.is en einnig bendum við á hægt er að senda beiðnir beint á ákveðna þjónustuhópa með því að senda póst á eitt af eftirfarandi netföngum. Öllum beiðnum er svarað við fyrsta tækifæri.

  • Bakvörður: bakvordur@advania.is
  • H3 Laun og mannauður: h3@advania.is
  • Matráður: matradur@advania.is
  • NAV: nav@advania.is
  • Skúffan skeytamiðlun: etrade@advania.is
  • TOK: tok@advania.is
  • Tækniþjónusta: hjalp@advania.is
  • Vinnustund: vinnustund@advania.is
  • Ax: ax@advania.is

 


TIL BAKA Í EFNISVEITU