29.4.2020 | Fréttir

Nýr sérfræðingur í fjarfundatækni

advania colors line
Sigurgeir Þorbjarnarson hefur hafið störf hjá Advania til að leiða sókn fyrirtækisins á sviði fjarfunda- og samvinnulausna.

Hann starfar á rekstrarlausnasviði Advania og veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um allt sem viðkemur fjarvinnu.
Nú þegar atvinnulífið býr sig undir endurkomu starfsmanna inn á vinnustaði hefur eftirspurn eftir öflugri fjarfundatækni aukist hratt. Advania leggur mikla áherslu á að aðstoða stór og smá fyrirtæki með lausnir á þessu sviði.

Sigurgeir hefur víðtæka reynslu úr upplýsingatæknigeiranum og hefur verið tæknilegur ráðgjafi fjölmargra stórra fyrirtækja. Undanfarin ár hefur hann starfað sem lausnaráðgjafi hjá Sensa. Þar á undan vann hann hjá Dimension Data í Luxemburg, Landsbankanum og Vodafone.
Sigurgeir er með sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík og CCNA og CCNP gráður frá Cisco.
Viðskiptavinir Advania njóta góðs af af þekkingu Sigurgeirs á sviði fjarfundabúnaðar og lausna nú þegar auknar kröfur eru gerðar um gæði og öryggi rafrænna samskipta. TIL BAKA Í EFNISVEITU