Blogg
12.03.2025
Viðskiptakerfadagur Advania var einstaklega vel heppnaður en á Hilton komu saman rúmlega 300 manns. Í aðdraganda ráðstefnunnar var ljóst að mikill áhugi væri á viðburðinum enda kom á daginn að loka þurfti fyrir skráningar þar sem húsnæðið réð ekki við fleiri gesti. Þessi mikla þátttaka undirstrikaði áhuga og mikilvægi slíkra viðburða fyrir þá sem hafa áhuga á viðskiptakerfum og daglegum rekstri á Dynamics 365 Business Central, Dynamics 365 Finance & Operations, Power Platform og gervigreind.