10.11.2020 | Fréttir

Við viljum fleiri konur í kerfisstjórnun

advania colors line
Thelma Sif lærði kerfisstjórnun og starfar nú hjá Advania.

Íslandsbanki, Advania, NTV og Promennt hafa tekið höndum saman til að vekja athygli kvenna á kerfisstjórnun. Mikil eftirspurn er eftir menntuðum kerfisstjórum í atvinnulífinu en aðeins örfáar konur útskrifast árlega úr námi i kerfisstjórnun.

Því viljum við breyta enda gegna kerfisstjórar mikilvægu hlutverki hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

 

Starfið er fjölbreytt og hentar vel þeim sem hafa gaman af því að leysa úr vandamálum og vera í samskiptum við fólk. Starfið bíður uppá sveigjanleika og því er hægt að sinna hvaðan sem er.

 

Nám í kerfisstjórnun er kennt hjá NTV og Promennt og tekur eitt ár. Atvinnumöguleikar þeirra sem útskrifast úr náminu eru miklir. Góður kerfisstjóri er mjög eftirsóttur á vinnumarkaði.

 

Hér má sækja um námið hjá Promennt og NTV

 

Einn umsækjandi hlýtur námsstyrk frá Advania og Íslandsbanka og fær námið greitt að fullu. Hér má sækja um námsstyrkinn. Athugið að fyrst þarf að sækja um námið og svo styrkinn ;)

 

Hér má heyra af reynslu kvenna sem lokið hafa námi í kerfisstjórnun og starfa við kerfisstjórnun hjá Advania og Íslandsbanka.

 

TIL BAKA Í EFNISVEITU