Advania skuldbindur sig í loftslagsmálum

Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, skrifaði í dag undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. Með því skuldbindur fyrirtækið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og beita sér í loftslagsbaráttunni.
Með undirritun loftslagsyfirlýsingar Festu og Reykjavíkurborgar skuldbindur Advania sig til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá starfseminni og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.Yfir 100 íslensk fyrirtæki og stofnanir hafa skrifað undir og stefna þannig í takt að markmiðum í loftslagsbaráttunni. Advania er nú hluti af þessum hópi.
Hér segir Þóra Rut Jónsdóttir, sérfræðingur Advania í sjálfbærnismálum, frá áherslum okkar í umhverfismálum og sjálfbærni.
Eins og segir í Aðgerðir fyrirtækja í loftslagsmálum skipta sköpum og án þeirra er ólíklegt að þjóðir heims geti staðið við Parísarsáttmálann eða að Ísland nái markmiði sínu um að verða kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Hér má lesa nánar um loftslagsmarkmiðin og samkomulagið.
TIL BAKA Í EFNISVEITU