23.3.2021 | Fréttir

Tvær tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna

advania colors line


Advania hlaut tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna sem veitt eru af Samtökum vefiðnaðarins.

Við hjá Advania erum afar lukkuleg með tilnefningarnar tvær til Íslensku vefverðlaunanna sem veitt verða á uppskeruhátíð vefiðnaðarins 26.mars.

Advania hlaut annars vegar tilnefningu til verðlauna fyrir app sem þróað var í samvinnu við Landspítala Háskólasjúkrahús og varðar innlagða sjúklinga.

Hins vegar hlaut Advania tilnefningu í flokknum vefkerfi fyrir vef Haustráðstefnu Advania. Ráðstefnuvefurinn var smíðaður þegar ljóst var að 26. Haustráðstefna Advania gæti ekki farið fram með hefðbunnum hætti í Hörpu heldur þurfti að færa hana í stafræna heima. Ráðstefnuvefurinn er fjölhæf lausn sem vefdeild Advania hefur lagt mikið í að þróa fyrir stafrænt viðburðahald. Nánar má lesa um þróun lausnarinnar í þessari umfjöllun á Vísi.is

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa nýtt lausnina til að halda stafræna viðburði.


Íslensku vefverðlaunin verða veitt föstudaginn 26. mars
TIL BAKA Í EFNISVEITU