16.4.2021 | Fréttir

Haustráðstefna með tvær tilnefningar til Íslenskra auglýsingaverðlauna

advania colors line


Fyrsta stafræna Haustráðstefna Advania hlaut tvennar tilnefningar til Íslensku auglýsingaverðlaunanna sem veitt verða á uppskeruhátíð auglýsingageirans.


ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), verðlaunar í þrítugasta og fimmta sinn auglýsingar sem að sendar voru inn í samkeppnina Lúðurinn, Íslensku auglýsingaverðlaunin. Verðlaunin verða afhent í beinni útsendingu á mbl.is föstudaginn 16.apríl kl. 18. 

 

Haustráðstefna Advania er tilnefnd til Lúðurs í flokki viðburða.

Hún hlaut einnig tilnefningu til Árunnar sem árangursríkasta markaðsherferð ársins. Haustráðstefnan sem fram fór í stafrænum heimum í fyrsta sinn, var sú allra fjölmennasta í 25 ára sögu ráðstefnunnar. Fjöldi gesta fimmfaldaðist frá fyrri árum, ánægja gesta hefur aldrei mælst meiri og ný stafræn lausn varð til sem fært hefur Advania stór verkefni.

 

Þess má geta að stafræna ráðstefnulausnin sem smíðuð var af veflausnateymi Advania fyrir Haustráðstefnuna, hlaut einnig tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna sem veitt voru af Samtökum vefiðnarins á dögunum.


TIL BAKA Í EFNISVEITU