6.5.2021 | Blogg

Möguleg villa í notkun fartölva með Intel Iris XE skjástýringum

advania colors line

Nýlega fór að bera á villum við notkun nýrra fartölva, frá mörgum framleiðendum, með Intel Iris XE skjástýringum með tengikvíum sem byggja á DisplayLink tækni.

 

Villan lýsir sér helst á þann máta að mynd birtist ekki frá fartölvu í gegnum tengikví upp á skjá, hikstar eða frýs. Við bráðabirgðagreiningu virðist sem nýir skjáreklar frá Intel, gefnir út 20 apríl, séu að valda þessum villum. Því miður hefur ekki verið gefinn út lagfærður rekill ennþá en samkvæmt Intel er unnið að lagfæringu. Bráðabirgðalausn er þó tiltæk. 

Rekillinn sem virðist valda vandamálum er rekill fyrir Intel Iris Xe af útgáfu 27.20.100.9415. Lausn til bráðabirgða uns Intel gefur út lagfæringu er að færa rekilinn í eldri útgáfur sem eru þó misjafnar eftir gerðum fartölva, en á sama tíma að loka fyrir sjálfvirka reklauppfærslu frá Windows Update. Ef ekki reynist hægt að færa rekilinn til baka í eldri útgáfu þarf að fjarlæga gallaða rekilinn og ná eldri rekla á þjónustusíðu Dell.

Eftirfarandi Dell fartölvur sem Advania hefur afhent gætu lent í þessum villum og hér er að finna tengingu á eldri gerð af rekli:


Dell Latitude 5520 Version 27.20.100.9168, A02

Dell Latitude 7320 Version 27.20.100.9079, A01

Dell Latitude 7320 2-in-1 Version 27.20.100.9079, A01

Dell Latitude 7420 Version 27.20.100.9079, A01

Dell XPS 9310 Version 27.20.100.9219, A04

Dell XPS 9310 2-in-1 Version 27.20.100.9219, A04

 

Um leið og lagfæring frá Intel hefur verið gefin út er óhætt að uppfæra í þá útgáfu og opna aftur á sjálfvirka reklauppfærslu frá Windows Update.

Ef frekari aðstoðar er þörf hvetjum við þig til að hafa samband við okkur og við munu aðstoða eftir bestu getu.

 
TIL BAKA Í EFNISVEITU