17.5.2021 | Fréttir

Öflugur þjónustuvefur fyrir TVG Zimsen

advania colors line

Dynamics 365 hópur Advania hefur að undanförnu unnið með Eimskip að nýjum þjónustuvef fyrir TVG Zimsen. Á vefnum geta viðskiptavinir skráð sendingar og fylgst með afhendingu þeirra. Í verkefninu er það nýjasta úr Microsoft-fjölskyldunni nýtt með öflugum hætti.

 

Í verkefninu er það nýjasta úr Microsoft-fjölskyldunni nýtt með öflugum hætti:

 

• Business Central – sem sendingakerfi og til reikningagerðar
• Customer Engagement (CE) – vegna samskipta við viðskiptavini og umsjón tengiliða
• Dataverse – til að samþætta og hnýta saman upplýsingar úr ólíkum áttum
• Sharepoint – til að vista fylgiseðla og strikamerki
• Power Portal – sem þjónustuvefur með ytri auðkenningu CE notenda (user/pass, Google og LinkedIn)
• Power Automate – fyrir flæði upplýsinga frá Business Central þegar staðan breytist í flutningakerfi

 

Verkefnið var unnið unnið í stuttum Scrum-sprettum og allt í fjarvinnu.
Með samspili Microsoft Dynamics 365 og Microsoft Power Platform er komið hlaðborð af tilbúnum einingum og virkni til að mæta þörfum fyrirtækja í síbreytilegu viðskiptaumhverfi nútímans. Í verkefninu sýndi það sig hversu öflugt umhverfi Microsoft er orðið. Á skömmum tíma var hægt að koma upp fullbúinni lausn.


Sjá nánar:
https://powerplatform.microsoft.com/en-us/
https://dynamics.microsoft.com/en-us/


TIL BAKA Í EFNISVEITU