13.8.2021 | Blogg

Verið velkomin á Haustráðstefnu Advania

advania colors line

Ráðstefnan í ár fer fram bæði stafrænt og í Eldborgarsal Hörpu. Þátttaka er frí og ráðstefnan er öllum opin.   

 

Í fyrra ýttu aðstæður í samfélaginu okkur út í að tækla Haustráðstefnuna með tækninni og í fyrsta skipti í yfir aldarfjórðung var ráðstefnan send út með stafrænum hætti. Við settum okkur skýr markmið og höfðum sterka sýn á það hvernig við gætum fært ráðstefnuna í stafræna heima án þess að gefa neitt eftir. Það var því virkilega ánægjulegt að sjá hversu margir þáðu stafræna heimboðið og mættu á ráðstefnuna. Úr varð að fjöldi gesta fimmfaldaðist og ánægja með fyrirlesara og ráðstefnuna í heild hefur aldrei verið eins há. Við undirbúning ráðstefnunnar í ár kom því ekkert annað til greina en að hafa ráðstefnuna aðgengilega öllum aftur.