13.12.2021 | Fréttir

Sigurvegarar í firmakeppni CS:GO

advania colors line


Lið Advania fór með sigur úr býtum í firmakeppni Elko í CS:GO sem haldin var af Rafíþróttasambandi Íslands í Arena á föstudag. Advania tryggði sigurinn eftir að hafa lagt lið Vodafone í úrslitaviðureigninni.


Keppendur Advania voru Einar Zim Ragnarsson, Sigurður Unnar Goldenbullet Hauksson, Höður “KH2 Anton Diego, Vignir Þykknir“ Jóhannsson Rist og Jónas Helgi Jonascajones Þórisson.

Taktísk og yfirveguð nálgun Advania liðsins kláraði leikinn í tveimur lotum en keppt var um besta samanlagða árangur í þremur lotum.

Einar Ragnarsson hefur spilað leikinn í 16 ár en sagði árangurinn hafa komið sér á óvart; Líklega kom þetta bara á óvart því ég er persónulega illa brenndur af því að lenda alltaf í öðru sæti. Keppnin gekk smurt fyrir sig og það var frábært að fá að spila úrslitaleikinn í geggjaðari aðstöðu í Arena. Ég hef spilað fullt af mótum svo það var fátt nýtt fyrir mér. Hins vegar fannst mér magnað að fylgjast með liðsfélögunum sem voru margir að spila sinn fyrsta alvöru úrslitaleik og spiluðu eins og það væri engin pressa á þeim og voru gjörsamlega frábærir alla seríuna.

Upplifunin á Arena í úrslitum á lani með bæði lið í sitthvoru VIP herbergjum var gríðarlega spennandi. Herbergin sneru bak í bak og maður heyrði öskrið á milli herbergja þegar við töpuðum lotum og þeir heyrðu sannarlega í okkur þegar við unnum lotur. Geggjað mót, geggjað venue og kirsuberið á toppnum var auðvitað ekki bara að sigra, heldur að sigra í framlengingu, segir Jónas Helgi Þórisson.

Streymt var frá mótinu á www.twitch.tv/rafithrottir og fjallað var um það á rafíþróttastöð Stöðvar 2.

 

Mynd: Frá vinstri: Einar Ragnarsson, Jónas Helgi Þórisson, Höður Anton Diego og Sigurður Unnar Hauksson. Á myndina vantar Vigni Jóhannsson Rist. 

TIL BAKA Í EFNISVEITU