20.12.2021 | Fréttir

Advania kaupir norskt öryggisfyrirtæki

advania colors line


Advania hefur keypt norska fyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni.

Painkiller var stofnað í Noregi árið 2019 og þar starfa 19 öryggissérfræðingar.

Helsta forgangsmál Advania er að gæta öryggis viðskiptavina sinna. Þörf fyrir þekkingu á upplýsingaöryggi og vörnum gegn stafrænum ógnum, eykst stöðugt. Painkiller hefur sérhæft sig í úttektum og ráðgjöf í öryggismálum. Þau hafa t.a.m. getið sér gott orð fyrir ráðgjöf á sviði veikleikaprófana.
Með kaupunum og sameiningu við Painkiller er Advania enn betur í stakk búið til að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Öflugt starfsfólk Painkiller bætist nú í ört vaxandi teymi sérhæfðra öryggissérfræðinga Advania.

Kaupin styrkja Advania á þeirri braut að verða eftirsóknarverðasti samstarfsaðili fyrirtækja um allt sem viðkemur upplýsingatækni.


TIL BAKA Í EFNISVEITU