PIM kerfið í DynamicWeb
Innbyggt í DynamicWeb er gríðarlega öflugt vörumsjónarkerfi (PIM). Með því er á einum stað hægt að stofna, vinna með og birta vörur á einfaldan hátt. Kerfið gefur góða yfirsýn með réttum verkfærunum.
Auðvelt er að uppfæra vöruupplýsingar hratt og örugglega. Vöruupplýsingar eru svo geymdar miðlægt í vörustýringarkerfinu fyrir alla vöruvinnslu hvort sem er fyrir vefinn, vefverslun, auglýsingar, bæklinga eða aðrar vörukynningar.
Vöruvinnsla
Allt frá stofnun til birtingar. Allar upplýsingar og myndir um vörur eru unnar á þægilegan hátt. Hægt er að stýra myndvinnslu, birtingu á vef og jafnvel hvaða vörur eiga heima í næsta markaðpósti.
Eftirlit
Kerfið býr til og fylgist með verkferlum sem hægt er að deila niður á viðeigandi starfsfólk. T.d myndvinnsla, eigindi, textavinna og aðrar vöruupplýsingar. Hægt er að fylgjast með gangi mála á einfaldan hátt, þar sem kerfið gefur vörum einkunn eftir hversu mikið unnar þær eru.
Yfirsýn
Með PIM kerfinu er hægt að flokka vörur niður eftir vöruflokkum, herferðum, merkingum og í raun öllu sem notandanum dettur í hug. Uppbygging kerfisins gefur góða yfirsýn yfir allar vörur í úrvali fyrirtækja.
Staðlaðar tengingar við Microsoft Dynamics
- Microsoft Dynamics 365 Finance and Operations
- Microsoft Dynamics 365 Business Central
- Microsoft Dynamics 365 Sales (CRM)
- Microsoft Dynamics NAV
- Microsoft Dynamics AX
Samþættingar við birgðir og bókhald
Glæsilegur vefur S4S sameinar fimm vefverslanir fyrirtækisins undir einni verslun. Vefurinn var þróaður af veflausnum Advania og hér er fjallað um helstu atriði sem stuðla að góðum árangri hans.
Mínar síður í DynamicWeb
Mínar síður eða þjónustusíður eru sértækar efnissíður fyrir notendur til að hafa allar upplýsingar á einum stað. DynamicWeb er sveigjanlegt til að móttaka gögn úr kerfinu og öðrum kerfum til birtingar á læstum síðum sem eru aðeins aðgengileg tilteknum notendum eða notendahópum.
Dæmi um þjónustuhætti:
- Mín verð / besta verð
- Hreyfingalistar
- Rafræn skilríki
- GDPR stuðningur
- Innskráning með rafrænum skilríkjum, Facebook, Google account
- Mismunandi notendhópar
- Óskalistar
- Innkaupalistar
- Mínar vörur
- Söluyfirlit
- Greiðsluseðlar
- Evrópusamþykki fyrir vafrakökum
Hvað er headless vefverslun?
Headless vefverslun virkar þannig að framendavirkni er aðskilin bakendanum. Það leyfir sveigjanleika í afhendingu efnis í gegnum ýmis kerfi eins og vefsíður, öpp, söluturna og IoT tæki.
Hvers vegna skiptir PIM máli?
Hér getur þú lesið fræðandi skýrslu þar sem sérfræðingar DynamicWeb fara yfir kostina við að nýta innbyggt vöruumsjónarkerfi (PIM) DynamicWeb.
Let's get phygital
Hugtakið "phygital" á við krossfærslu milli hins stafræna heims og raunheima. Sem dæmi er hægt að kaupa vöru í verslun og valið að fá hana senda heim eða fengið ítarlegri upplýsingar í gegnum QR kóða á vörum.
Stafræn gagnagátt DynamicWeb
Sparaðu tíma við að deila vöruupplýsingum og myndum. Stafræna gagnagáttin sparar þér tíma með því að opna fyrir að deila stafrænum gögnum auðveldlega hvort sem það er til viðskiptavina, heildsala eða innanhússaðila. Með gáttinni geta notendur á auðveldan hátt haft yfirsýn yfir hvaða gögn þú hefur gefið þeim aðgang að og sótt gögn með nokkrum smellum eftir þörfum.
Fréttir og greinar um vefverslanir
Spjöllum saman
Viltu vita meira um vefverslanir? Sendu okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.