Dynamics NAV er í dag Dynamics 365 Business Central. Heildstæð viðskiptalausn með þægilegu viðmóti sem hægt er að nálgast í skýinu eða á staðnum, á tölvum, spjaldtölvum eða farsímum. 

 

 

Bókhaldskerfi í áskrift

skapar sveigjanleika í rekstri með þekktum rekstrarkostnaði og möguleika á að útvíkka kerfið eftir því sem þarfir breytast. 
BC2.png

Sérlausnir Advania

útvíkka möguleika kerfisins. Með tengingum við banka og rafrænum reikningum geturðu t.d. einfaldað fjárhagsbókhaldið. Advania býður upp á fjölbreytt úrval sérkerfa til að einfalda þér reksturinn.

Notendavænt kerfi

sem býður upp á hlutverkamiðaða uppsetningu fyrir hvern notanda og hvert hlutverk innan fyrirtækisins. 

Örugg vistun

gagna í skýinu minnkar áhættuna á að gögn tapist ef upp koma óvæntar aðstæður. 

 

 

Samþætting við Microsoft 365

gerir notandanum auðveldara að halda utan um sölutækifæri, vinna í tilboðum, pöntunum og reikningum á einum stað. 

Sölu- og þjónustukerfi

í Dynamics 365 Customer Engagement gerir þér kleift að víkka út virkni Business Central. Kerfin eru tengd saman með einföldum hætti. 

Aðgangur ytri bókara

er frír en með kerfinu fylgir aðgangur fyrir einn ytri bókara eða endurskoðanda. 

 

 

Verkefnaskil á réttum tíma og á áætlun

Með öflugu verkbókhaldi í Business Central hefur notandinn góða yfirsýn yfir öll skráð verk ásamt tekjum og kostnað. 

Forðastýring verkefna

út frá forðaþörf, pöntunum og sölu. Einfaldari rakning sölureikninga á móti kostnaði, pöntunum og tilboðum. 

Taktu upplýstar ákvarðanir

byggðar á stöðu verkefna, arðsemi og forðanotkun verkefnis. 

 

 

Betri yfirsýn á reksturinn

með samtengdum kerfiseiningum fyrir sölu, innkaup, fjárhag og viðskiptavini.

Einfaldari greiningartól

með notkun á tilbúnum Power BI skýrslum. Einnig er hægt að útbúa ítarlegar greiningarskýrslur með einföldum tengingum á milli Business Central og Power BI.

Skilvirkari uppgjör

og skýrslugerð með einföldum ferlum í tekju- og kostnaðarbókhaldinu. 

Betri upplýsingamiðlun

og einfaldari dreifing upplýsinga til samstarfsélaga með Excel samþættingu.

 

 

 

 

Öryggi gagna og verndun persónuupplýsinga

Tryggðu að GDPR kröfur séu uppfylltar með réttri aðgangsstýringu að gögnum ásamt rekjanleika. 

 
Meðhöndlaðu, geymdu og sendu gögn á öruggan máta með innbyggðri dulkóðun. 

Aðgangur hvar sem er

Sama upplifun – hvort sem þú notar lausnina staðbundið, í skýinu eða bæði.  

Fáðu aðgang hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir Windows, Android og iOs. 

Þjónustusamningar

Advania býður viðskiptavinum uppá þjónustusamning fyrir Dynamics 365 Business Central. Þjónustusamningur innifelur meðal annars aðgang að þjónustuborði og aðgang að sérstakri þjónustugátt. Þjónustugáttin innheldur fjölbreytt hjálparefni og leiðbeiningar fyrir notkun á Dynamics 365 Business Central.

Advania er vottaður samstarfsaðili Microsoft

Advania er gullvottaður samstarfsaðili Microsoft og því traustur þjónustuaðili með Microsoft lausnir. Advania varð fyrir valinu sem samstarfsaðili ársins 2018 á Íslandi.
2018PartneroftheYear.png
Advania-Gull-jan-2018.jpg

Fáðu frían fund með söluráðgjafa