Dynamics 365 Business Central

Dynamics 365 Business Central er viðskiptakerfi sem byggt er á traustum grunni Dynamics Nav sem áður hét Navision. Kerfið er gríðarlega öflug lausn fyrir fjárhag, viðskiptatengsl, mannauð, birgðarstýringu o.fl.

Með sérstökum lausnum í formi appa er hægt að sérsníða það að þörfum hvers og eins.

Vertu í skýjunum

Dynamics 365 Business Central er heildstæð lausn sem hjálpar notendum að hafa góða yfirsýn og halda utan um rekstur fyrirtækis síns. Kerfið heldur utan um allt frá bókhaldi til mannauðar og hentar öllum stærðum fyrirtækja. 

 

Það er hýst í skýinu og rekið af Microsoft. Notandinn fær því sjálfkrafa mánaðarlegar uppfærslur og þarf aldrei að óttast að kerfið úreldist. 

 

  • Kerfið er í skýinu og rekið af Microsoft - þú ert alltaf með nýjustu útgáfu
  • Aðgangur hvar og hvenær sem er með Business Central forritum fyrir snjalltæki
  • Samþætting við Microsoft 365 sér til þess að öll gögn séu á einum stað

Sjáðu fundinn

Sérfræðingar okkar héldu áhugaverðan fjarfund um nýjungarnar í Dynamics 365 Business Central. Sjáðu hvað kerfið býður upp á:

Þjónustuleiðir við allra hæfi

Með áratuga reynslu í bókhaldskerfum erum við boðin og búin að aðstoða viðskiptavini okkar. Þess vegna erum við ekki einungis með úrval þjónustuleiða, heldur einnig frían aðgang að ýmsu ítarefni. 

 

  • Allir viðskiptavinir hafa aðgang að þekkingargreinum
  • Einfaldur aðgangur í gegnum Þjónustugátt Advania
  • Styttri boðleiðir í boði með Standard

Sniðið að þér

Ótrúlega einfalt er að setja saman Dynamics 365 Business Central upplifun sem hentar þér. Við höfum smíðað einfalda reiknivél sem leiðir þig í gegnum ferilinn og gefur strax upp áætlað verð.

Þú velur í fjórum einföldum skrefum:

 

  • Business Central leyfi
  • Hvaða öpp þú vilt ná í
  • Hvort þú viljir aðstoð við uppsetningu
  • Hvaða þjónustuleið þú vilt nýta þér

Prufaðu að setja saman þinn pakka

í sex einföldum skrefum
 

Ertu með spurningar?

Vinsamlega fyllið inn í reitina fyrir neðan