Advania áskriftarreikningar

Advania áskriftarreikningar
Advania Subscription Invoices
Lausnin heldur utan um samninga viðskiptavina vegna áskriftar á ákveðinni þjónustu eða vöru og einfaldar reikningakeyrslu. Lausnin hentar fyrirtækjum sem selja reglubundna þjónust og vörur, svo sem húsaleigu, þrifaþjónustu, blaðaáskrift, bílaleigu o.s.frv.
Búnir eru til áskriftarreikningar í samræmi við samning á milli fyrirtækis og viðskiptavinar. Þessir reikningar eru búnir til í upphafi viðskiptasambands og haldast fastir í lausninni eða þar til samningur er fellur úr gildi.
Lausnin auðveldar utanumhald um reikningsviðskipti og einfaldar reikningagerð en í stað þess að þurfa að stofna fjölda reikninga um hver mánaðarmót þarf eingöngu að uppfæra reikninga og reikninsgfæra þá í samræmi við samning, með einu haki.
- Hægt að stilla tíðni reikninga
- Vísitölutenging
- Gjaldmiðlatenging
- Einfalt að breyta upphæðum
- Einfalt að breyta upplýsingum í haus reiknings

Settu saman þinn pakka
Ótrúlega einfalt er að setja saman Dynamics 365 Business Central upplifun sem hentar þér. Við höfum smíðað einfalda reiknivél sem leiðir þig í gegnum ferilinn og gefur strax upp áætlað verð.
Þú velur í fjórum einföldum skrefum:
- Business Central leyfi
- Hvaða öpp þú vilt ná í
- Hvort þú viljir aðstoð við uppsetningu
- Hvaða þjónustuleið þú vilt nýta þér