H3 laun

H3 laun er sérsniðin að íslenskri vinnumarkaðslöggjöf. Lausnin er hentug fyrir allar launavinnslur hvort sem um ræðir fyrir starfsfólk á tímakaupi eða mánaðarlaunum, fyrirfram- eða eftirágreiddum launum.  

H3 laun

Virkni launakerfisins miðar að því að auðvelda launavinnslu, spara tíma, auka yfirsýn yfir launakostnað og helstu starfsmannaupplýsingar. 
Kerfið hentar bæði rekstraraðilum með starfsmenn á tímakaupi og á mánaðarlaunum.


H3 laun vistar útreikning á launum niður í smæstu einingar. Auðvelt er að tengja kerfið saman við önnur og tekur það á móti tíma- og launafærslum frá öllum helstu viðverukerfum og skilar bókhaldsfærslum til allra fjárhagskerfa. 
Hægt er að framkvæma rafræn skil á staðgreiðslu, launatengdum gjöldum launaseðlum og launamiðum. 

 

 

H3 áætlanir

Áætlanir í H3 launakerfinu umbreytir vinnulagi við launaáætlanagerð og eykur kostnaðarvitund og sjálfstæði stjórnenda.
Kerfið gerir notendum mögulegt að framkvæma faglegar, nákvæmar og áreiðanlegar launaáætlanir sem sparar tíma og fyrirhöfn. 

 

 

H3 teningar

H3 teningarnir eru öflug viðskiptagreindarlausn sem skilar upplýsingum úr flest öllum kerfiseiningum H3 á skjótan og öruggan máta. 
H3 teningarnir gera stjórnendum og launasérfræðingum kleift að fá bestu mögulegu yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemmingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar þörf er á.

H3 samþættingar

Tengdu H3 lausnirnar saman við önnur mannauðskerfi með samþættingar viðbótinni og útrýmdu þannig tvískráningum. Með H3 samþættingum deilir þú og samræmir gögn á milli mismunandi kerfa frá öðrum hugbúnaðarframleiðendum. Lausnin virkar vel fyrir t.a.m. önnur bókhalds-, vefviðhalds-, mannauðs-, og tímaskráningarkerfi. Þetta kemur í veg fyrir margskráningu upplýsinga, minnkar líkur á villum og lámarkar kostnað við viðhald á gögnum. 


Samþættingar þjóna bæði stórum og smærri notendum sem vilja auka skilvirkni á milli kerfa. 
H3 samþættingar hentar vel fyrirtækjum sem hafa þörf fyrir samþættingu ólíkra hugbúnaðarkerfa eða vilja tengjast á rafrænan hátt kerfum sem senda gögn sín á milli. 

H3 dagpeningar


H3 dagpeningar er heildarlausn sem einfaldar útreikning dagpeninga. Útreikningur og uppgjör geta verið fyrir margar ólíkar ferðir og tengst hvaða gjaldmiðli sem er. Gengi gjaldmiðla er ávallt uppfært og þarf því aldrei að handfæra gengi. 
Allar upplýsingar um dagpeningagreiðslur eru á einum stað og hægt að nálgast yfirlit yfir heildargreiðslur, fjölda ferða, áfangastað o.fl. 

Auðvelt er að fá heildaryfirlit úr kerfinu og sparar það vinnu við skýrslu -og framtalsgerð. Kerfið býður upp á rafræna kvittanir þegar greiðslur hafa verið framkvæmdar. 
Öflugar aðgangsstýringar gera einstökum starfsmönnum kleift að fá aðgang að yfirliti fyrir greiðslur dagpeninga án þess að viðkomandi hafi aðgang að öðrum hlutum kerfisins.

Fáðu fría ráðgjöf