TOK bókhald
TOK er sniðið að þörfum smærri fyrirtækja og fyrirtækja í einföldum rekstri. Kerfið byggir á Dynamics NAV frá Microsoft sem þýðir að auðvelt er að uppfæra í fullbúið NAV bókhaldskerfi eftir því sem fyrirtækið þitt vex og dafnar.
TOK er alhliða bókhald með einföldu og hnitmiðuðu notendaviðmóti. Með val á TOK geturðu verið viss um að hafa valið kerfi frá traustum og áreiðanlegum birgja.
Með TOK bókhaldi fylgir einnig tenging við posa frá Verifone (Point). Hægt er að tengja einn posa við TOK bókhald og taka þannig á móti greiðslum í gegnum posa. Til þess að geta notað posatenginguna þarf að hafa fullan notendaaðgang. Notendur með lesaðgang geta ekki notað posatengingu.
Innifalið í grunnkerfi TOK:
- Fjárhagur
- Viðskiptamenn
- Lánardrottnar
- Innkaupa- og sölukerfi án pantana
- Birgðakerfi
- Verkbókhald
- Ótakmarkaður fjöldi fyrirtækja (með sömu eignaraðild)
- Dagleg afritun gagna
Einfaldaðu málin með TOK
- Sjálfvirkar uppfærslur
- Enginn stofnkostnaður í hug- og vélbúnaði
- Sveigjanlegt – auðvelt að breyta fjölda áskrifenda
- Enginn rekstrarkostnaður vegna hýsingar eða uppfærslna
- Dagleg öryggisafritun og örugg hýsing
TOK aukaefni
Innheimtukröfur í bankann og greiðslur í TOK
Spurt og svarað
Uppfletting í þjóðskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.
Uppfletting í fyrirtækjaskrá kostar 15 kr. pr. skeyti án vsk.
Skeytamiðlari
Skeytagjald er 30 kr. pr. skeyti án vsk.
Ekki er greitt fyrir fyrstu 100 mb í skjalavistun í TOK en eftir það er greitt skv. meðfylgjandi töflu.
Magn (Mb) | Mánaðarverð m/vsk |
100 | 0,- kr. |
100-1000 | 395,- kr. |
1001-2500 | 695,- kr. |
2501-5000 | 995,- kr. |
5000-10000 | 1.395,- kr. |
>10000 | Sérverð |
- Windows 8.1 Professional eða Enterprise útgáfur (32-bita eða 64-bita útgáfur)
- Windows 8 Professional eða Enterprise útgáfur (32-bita eða 64-bita útgáfur)
- Windows 7 Service Pack 1 Professional, Enterprise eða Ultimate (32-bita eða 64-bita útgáfur)
- 30 mb geymslugpláss á hörðum diski
- 1GB vinnsluminni
- Á útstöðinni þarf að vera Microsoft .NET 4.5.2
- Á útstöðinni þarf að vera Microsoft Report Viewer 2014 til að geta keyrt skýrslur.
Hægt er að nota vefútgáfu af TOK. Vefútgáfuna er hægt að nálgast með því að slá inn vefslóð í vafra og skrá sig inn með sama notendanafni og lykilorði og í Windows biðlara.