H3 mannauður og fræðsla

H3 Mannauður auðveldar fyrirtækjum að halda utan um mannauðsmálin á skipulagðan hátt.

Spjöllum saman
BETRI YFIRSÝN YFIR MANNAUÐINN

Yfirsýn yfir mannauðinn

Yfirsýn

Kerfið heldur utan um gögn um starfsfólk, starfslýsingar, menntun, fræðslu og starfsmannaskjöl. Stjórnendur hafa góða yfirsýn yfir mælikvarða eins og stöðugildi, starfsmannaveltu, fræðslustundir og starfsaldur.

Stuðningur við jafnlaunakerfi

Í kerfinu er stuðningur við jafnlaunakerfi með því að halda utan um menntun og starfslýsingar og jafnlaunaflokkun.

Sjá nánar

Fræðsla og skírteini

Lausnin býður upp á að skipuleggja fræðsluviðburði og boða þátttakendur á námskeið. Halda má utanum skírteini og endurnýjun þeirra. Hægt er að samþætta lausnina við fræðslu- og skjalakerfi til að uppfæra upplýsingar á einum stað.

Virkni verkferla

Kerfið gerir fólki kleift að úthluta verkefnum til umsjónaraðila til dæmis vegna nýráðninga eða starfsloka.

Skjalagerð og skjalavistun

Fljótlegt er að útbúa ráðningarsamninga og önnur skjöl í kerfinu og vista gögn starfsfólks í aðgangsstýrðum skjalaskápum.

Stjórnendaupplýsingar og mælikvarðar

Mannauðsteningurinn gerir notendum kleift að greina og bera saman gögn t.a.m. eftir tímabilum og deildum og miðla þeim til annarra.

Olap teningar eru frábær viðbót við H3 þar sem stjórnendur geta séð lykiltölur um mannauð og laun fyrir öll rekstarfélög í einni skýrslu. Teningarnir gefa okkur frelsi til að velta gögnum eins og við vijum og dreifa sérsniðnum stjórnendaskýrslum. Þetta hefur komið í veg fyrir mikla handavinnu við að skaffa stjórnendum upplýsingar úr H3. Gögnin eru áreiðanlegri þar sem alltaf er verið að vinna með sömu forsendur.
María Kristín Jónsdóttir
Festi

Fréttir og fróðleikur

Af síðustu 11 dögum þessa árs eru aðeins tveir heilir vinnudagar. Þetta felur í sér knappan tíma fyrir launasérfræðinga til útreikninga á launum í desember. Hér fer Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri H3, yfir nokkur bjargráð fyrir launasérfræðinga og hvernig hægt er að nýta H3 launakerfið með sem bestum hætti þannig að meiri tími skapast fyrir annað í kringum hátíðarnar.
Að starfa í nýsköpun er skemmtileg og krefjandi blanda af því að þróa lausnir sem mæta þörfum nútímans en á sama tíma spá fyrir um framtíðarþarfir.
Nú er hægt að skila gögnum í Kjarakönnun Intellecta með vefþjónustu frá H3. Kjarakönnun Intellecta veitir nákvæmar upplýsingar um launakjör stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks. Kjarakönnun Intellecta er ein af stærstu kjarakönnunum sem gerð er á Íslandi, með upplýsingar um launakjör um 12.000 stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um þessa vöru? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.