Yfirsýn yfir mannauðinn
Yfirsýn
Kerfið heldur utan um gögn um starfsfólk, starfslýsingar, menntun, fræðslu og starfsmannaskjöl. Stjórnendur hafa góða yfirsýn yfir mælikvarða eins og stöðugildi, starfsmannaveltu, fræðslustundir og starfsaldur.
Stuðningur við jafnlaunakerfi
Í kerfinu er stuðningur við jafnlaunakerfi með því að halda utan um menntun og starfslýsingar og jafnlaunaflokkun.
Fræðsla og skírteini
Lausnin býður upp á að skipuleggja fræðsluviðburði og boða þátttakendur á námskeið. Halda má utanum skírteini og endurnýjun þeirra. Hægt er að samþætta lausnina við fræðslu- og skjalakerfi til að uppfæra upplýsingar á einum stað.
Virkni verkferla
Kerfið gerir fólki kleift að úthluta verkefnum til umsjónaraðila til dæmis vegna nýráðninga eða starfsloka.
Skjalagerð og skjalavistun
Fljótlegt er að útbúa ráðningarsamninga og önnur skjöl í kerfinu og vista gögn starfsfólks í aðgangsstýrðum skjalaskápum.
Stjórnendaupplýsingar og mælikvarðar
Mannauðsteningurinn gerir notendum kleift að greina og bera saman gögn t.a.m. eftir tímabilum og deildum og miðla þeim til annarra.