Modern workplace & security

Til að mæta kröfum fólks um sveigjanlegt vinnuumhverfi, góðan búnað og nauðsynlegar öryggisstillingar mælir Advania með vöruframboði Microsoft í Modern Workplace.

Spjöllum saman
nútíma vinnustaðurinn kallar á nútíma lausnir

Vörur í boði

Microsoft 365

Lausnin sameinar Office 365, Windows 10 og Enterprise Mobility + Security ásamt því að gefa þér eitt stjórnborð til að stýra notendum, tækjum og öryggismálum.

Microsoft Teams

Öflugt samvinnu- og samskiptatól sem hjálpar við skipulag hópa og verkefna, heldur utan um fundarboð, dagatöl, skjölun, samtöl og margt fleira.

Windows 11

Microsoft frumsýnir Windows 11 sem er spennandi endurhönnun með framleiðni, sköpun og þægindi í huga.

Auknar kröfur um gæði

Þúsaldarkynslóðin (e. millenials) er sú kynslóð sem hefur gengið í gegnum hraðari tækniframfarir en flestar aðrar kynslóðir og telst því hafa einstaklega jákvætt viðhorf í garð tækni. Þessi kynslóð er mun líklegri en kynslóðin á undan til að segja að tækni almennt auðveldi lífið frekar en að gera það erfitt.

Á næsta áratugnum mun þúsaldarkynslóðin taka yfir vinnumarkaðinn og verða um 75% vinnuaflsins.

Spjöllum saman

Microsoft 365

Er heildstæð lausn sem einfaldar reksturinn, eykur öryggi og hjálpar til við að mæta kröfum GDPR. Lausnin sameinar Office 365, Windows 10 og Enterprise Mobility + Security ásamt því að gefa þér eitt stjórnborð til að stýra notendum, tækjum og öryggismálum. Vírusvarnirnar eru framúrskarandi og við bjóðum reglubundna afritun á skýjaumhverfum og Office 365.

Spjöllum saman

Windows 11

Windows 11 stýrikerfið er nútímalegt, ferskt, hreint og fallegt. Hönnunin er hugsuð til að auka framleiðni og hvetja til sköpunar. Hönnunin gerir vinnu auðveldari því hægt er að aðlaga uppsetningu að þörfum notanda og skipta um síður á fljótlegan hátt. Tenging Windows 11 við Teams gerir samtöl og deilingar á efni enn þægilegri en áður.

Spjöllum saman

Microsoft Teams

Með Teams næst betri yfirsýn yfir verkefnin og auðvelt að vera í samskiptum við samstarfsfólk hvar og hvenær sem er. Vegna samþættingar Teams og Office 365 lausna er hægt að nálgast öll helstu forrit án þess að skipta um viðmót. Með þessum hætti og áframhaldandi þróun fjölbreyttra lausna leitast Microsoft við að fækka birgjum og forritum sem notendur þurfa að hafa opin hverju sinni. Einnig er hægt að hringja í aðra Teams notendur í gegnum öflugt mynd- og hljóðsímatalakerfi þess.

Spjöllum saman

SharePoint

SharePoint-umhverfið er öruggur staður fyrir gögnin þín og heldur utan um þau á skipulagðan hátt. SharePoint er grunnlagið í Teams og heldur utan um forrit á borð við Word, Excel, PowerPoint og OneNote í skýinu.

Advania býður upp á hátt í 20 sérsmíðaðar lausnir ofan á SharePoint, eins og innranet, gæðahandbók, samningakerfi, málakerfi, beiðnakerfi, úttektarkerfi eða ferla tengda mannauðsmálum. Viðmótið er þægilegt og hefur það að markmiði að auka samvinnu hópa og einfalda skipulag gagna með viðeigandi aðgangsstýringum.

SharePoint getur komið í stað sameiginlegra skráarsvæða eða sameignadrifa, með bættum öryggisatriðum og afritunarstillingum. Hægt er að aðlaga útlit umhverfisins að þörfum fyrirtækisins. Advania býður ráðgjöf og kennslu í notkun á SharePoint.

Power BI

Microsoft Power BI greiningartól í mikilli sókn. Power BI auðveldar til muna stjórnendum og greinendum hjá fyrirtækjum að smíða greiningar ofan á gögn fyrirtækisins. Hægt er að útbúa myndræn og gagnvirk mælaborð og deila þeim á þægilegan máta með notendum. Slíkt gefur góða innsýn í rekstrarumhverfi fyrirtækisins og getur oft leitt í ljós óvænta möguleika til þess að auka forskot.

Ráðgjafar Advania í viðskiptagreind hafa mikla reynslu í ráðgjöf og innleiðingum á Power BI og hafa aðstoðað bæði innlend og erlend fyrirtæki á þessu sviði. Einnig er hægt að sækja námskeið í Advania skólanum þar sem farið er yfir undirstöðuatriði Power BI, svo sem gagnalíkön, gerð skýrslna og mælaborða ásamt myndrænni framsetningu og greiningu gagna.

Nánar um BI
SJÁÐU AÐRAR MICROSOFT LAUSNIR HJÁ ADVANIA

Microsoft lausnir í þremur flokkum

Modern workplace & security

Við aðstoðum þinn vinnustað og þitt starfsfólk með stafrænar umbreytingar svo allir fái tækifæri til að skína.

Azure & infrastructure

Azure umhverfið heldur utan um rúmlega 200 lausnir og skýjaþjónustur sem eru sérstaklega hannaðar til að leysa hversdagsleg vandamál.

Sjá nánar

Business applications

Styður við gagnagreiningar svo hægt sé að tengja saman viðskiptavini, lausnir, fólk og rekstur á auðveldan hátt.

Sjá nánar
OKKUR ÞÆTTI GAMAN AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR

Spjöllum saman um Modern workplace & security