Dæmi um verkefni sem við höfum unnið
Þín vefmál eru okkar sérsvið
PremiumVefverslanir
Öflug vefverslun er forsenda fyrir samkeppnishæfni endursöluaðila. Vefverslun er opin allan sólarhringinn og veitir þínum viðskiptavinum aðgang að vörum og þjónustu í rauntíma.
Vefumsjónakerfi
Öflugur vefur er andlit fyrirtækisins. Veva vefumsjónakerfi Advania er einfalt og þægilegt kerfi fyrir þína vefsíðu. VEVA er notendavænt CMS kerfi sem getur tengst öðrum kerfum.
Applausnir
Snjalltæki hafa tekið yfir okkar daglega líf. Applausnir okkar spanna breitt svið með því markmiði að hjálpa viðskiptavinum að straumlínulaga ferla, leysa vandamál og einfalda hversdagsleikann með notkun appa.
Stafrænn viðburður
Hittumst á netinu! Með stafrænum lausnum er hægt að halda glæsilega viðburði, ráðstefnur og kynningar á netinu. Lausnin er skalanleg eftir stærð viðburða og veitir áhorfendum möguleika á virkri þátttöku.
Hugbúnaðarþróun
Okkar verkefni er að búa til verðmæti með snjallri notkun upplýsingatæknilausna. Við aðstoðum þig við að einfalda ferla, bæta notendaupplifun og tryggja upplýsingaflæði milli kerfa. Svo þú getir einbeitt þér að því sem þú gerir best.
Er vefurinn að vinna með þér?
Eitt kerfi? Mörg kerfi? Við einföldum þér og viðskiptavinum þínum lífið með því að samþætta ólík kerfi og aukum þar með skilvirkni, sjálfvirkni og ábata fyrir alla.