Stafræn vegferð Byggingafélags námsmanna og Félagsstofnunar stúdenta
Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta hófu stafræna vegferð saman, að færa „mínar síður“ í nýtt tækniumhverfi sem eykur hraða og öryggi og býður notendum upp á betri upplifun.
Notendaupplifun var bætt með því að taka sérstaklega tillit til stöðu notanda á vefnum. Til dæmis er valmyndin byggð á því hvort notandi sé með virkan leigusamning eða umsókn - aðeins viðeigandi hlekkir birtast hverju sinni. Ef Byggingafélag námsmanna eða Félagsstofnun stúdenta bíða eftir svörum frá notanda, eins og staðfestingu umsóknar, er notenda tilkynnt það strax á forsíðu.
Bæði félögin færðu sig úr Soap vefþjónustu í Rest vefþjónustu, sem fækkar þjónustuköllum og eykur þar af leiðandi hraða á vefnum auk þess sem Rest vefþjónustan auðveldar vinnu forritara með einfaldari og lesanlegri kóða.
Verkefnalýsing og áskoranir
Félögin stóðu fyrir þeim áskorunum að tæknistakkurinn var orðinn gamall og hönnun viðmótsins úrelt. Með uppfærslunni varð vefurinn öruggari, hraðari og þægilegri í notkun. Mikilvæg viðbót fyrir betri notendaupplifun er skýrari valmyndir og skilaboð til notenda ef bíða þarf eftir svari eða samþykkis þeirra – aðeins viðeigandi hlutar eru birtir hverju sinni.
Eftir að nýja lausnin fór í loftið geta notendur nú skráð sig inn og stofnað aðgang á mínar síður. Þar eru allar upplýsingar um leigjandann, svo sem leigusamninga og reikninga og staða á biðlistum. Umsóknarferli fyrir úthlutanir íbúða er einnig aðgengilegt á vefsíðunni. Viðgerðarbeiðnir sem sendar eru í gegnum vefsíðuna eru vistaðar beint inn í S5 leigukerfið.
Eftir afhendingu á íbúðum fær leigjandinn afhendingarblað þar sem hægt er að skrá athugasemdir um ástandsskoðun íbúðar. Notendur geta einnig sent umsóknir um milliflutning gegnum vefsíðuna, framlengt eða sagt upp leigusamningi beint af mínum síðum.