Mikilvægt að lausnirnar standist mikið álag

Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka (mínar síður).

Umfang félaganna tveggja er mikið og fer mikil umferð í gegnum þeirra vefi á degi hverjum. Það því gríðarlega mikilvægt að lausnirnar geti staðist mikið álag og bjóði upp á góða upplifun. Byggingafélag námsmanna hefur tæplega 900 íbúðir/herbergi til útleigu og eftirspurnin hefur verið mikil undanfarin ár. Félagið stefnir á að fjölga íbúðum á næstu árum og mun væntanlega hefja byggingu á a.m.k. 70 nýjum íbúðum við Arnarbakka í Reykjavík. Á Stúdentagörðum búa um 2000 einstaklingar í rúmlega 1600 leigueiningum en um 1200 leigueiningum er úthlutað árlega.

Stafræn vegferð Byggingafélags námsmanna og Félagsstofnunar stúdenta

Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta hófu stafræna vegferð saman, að færa „mínar síður“ í nýtt tækniumhverfi sem eykur hraða og öryggi og býður notendum upp á betri upplifun. Notendaupplifun var bætt með því að taka sérstaklega tillit til stöðu notanda á vefnum. Til dæmis er valmyndin byggð á því hvort notandi sé með virkan leigusamning eða umsókn - aðeins viðeigandi hlekkir birtast hverju sinni. Ef Byggingafélag námsmanna eða Félagsstofnun stúdenta bíða eftir svörum frá notanda, eins og staðfestingu umsóknar, er notenda tilkynnt það strax á forsíðu. Bæði félögin færðu sig úr Soap vefþjónustu í Rest vefþjónustu, sem fækkar þjónustuköllum og eykur þar af leiðandi hraða á vefnum auk þess sem Rest vefþjónustan auðveldar vinnu forritara með einfaldari og lesanlegri kóða.

Verkefnalýsing og áskoranir

Félögin stóðu fyrir þeim áskorunum að tæknistakkurinn var orðinn gamall og hönnun viðmótsins úrelt. Með uppfærslunni varð vefurinn öruggari, hraðari og þægilegri í notkun. Mikilvæg viðbót fyrir betri notendaupplifun er skýrari valmyndir og skilaboð til notenda ef bíða þarf eftir svari eða samþykkis þeirra – aðeins viðeigandi hlutar eru birtir hverju sinni. Eftir að nýja lausnin fór í loftið geta notendur nú skráð sig inn og stofnað aðgang á mínar síður. Þar eru allar upplýsingar um leigjandann, svo sem leigusamninga og reikninga og staða á biðlistum. Umsóknarferli fyrir úthlutanir íbúða er einnig aðgengilegt á vefsíðunni. Viðgerðarbeiðnir sem sendar eru í gegnum vefsíðuna eru vistaðar beint inn í S5 leigukerfið. Eftir afhendingu á íbúðum fær leigjandinn afhendingarblað þar sem hægt er að skrá athugasemdir um ástandsskoðun íbúðar. Notendur geta einnig sent umsóknir um milliflutning gegnum vefsíðuna, framlengt eða sagt upp leigusamningi beint af mínum síðum.

Ávinningur FS og BN með nýjum vefum

Eftir breytingarnar og að nýja lausnin fór í loftið, ásamt nýjum tæknistakk og hönnun eru félögin nú sjálfstæðari í allri vefumsjón með betra admin-viðmóti sem gerir þeim kleift að veita enn betri þjónustu til sinna viðskiptavina. Tæknistakkurinn er byggður á VEVA CMS kerfinu ásamt VEVU einingum, sem bæta öryggi, hraða og þægindi. Samstarfið Samstarfið gekk vel þar sem reglulegir fundir, stöðug samskipti og skjót viðbrögð allra voru lykillinn að árangursríku samstarfi milli Advania, Byggingafélagi námsmanna og Félagsstofnun stúdenta.

"Verkefnið var umfangsmikið en hefur gengið vel þar sem Advania hefur leyst fljótt og vel úr öllum tæknilegum málum sem upp hafa komið eins og alltaf er við svona verkefni. Upplýsingagjöf um stöðu verkefnisins var mjög góð á meðan á vinnunni stóð og verkefnastjórn og utanumhald var til mikillar fyrirmyndar."

Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingarfélags námsmanna

"Við erum hæstánægð með að innri vefur Stúdentagarða samræmist nú ytri vefnum þar sem við vorum búin að taka ytri vefinn í gegn fyrir nokkrum árum, bæði hvað varðar útlit og virkni – allt í sama vefumsjónarkerfinu. Nýi vefurinn er mun notendavænni og einfaldar lífið fyrir íbúum okkar."

Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri og upplýsingafulltrúi hjá Félagsstofnun stúdenta

Viltu fría úttekt á þínum vef?

Leyfðu okkur að greina vefsíðuna þína. Hvað ertu að gera vel og hvar þarftu að bæta þig? Við hjálpum þér að taka upplýstar ákvarðanir.

Já takk
Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka (mínar síður).
Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar
Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld
Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni
Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin