Bætt þjónusta með snjallari lausnum

Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni

Viðskiptavinir Orkunnar er fólk á ferðinni sem þarf að geta vafrað um heimasíðuna, fundið stöðvar og borgað með einföldum hætti. Því var þörf á að auka sjálfvirkni og innleiða nýjar snjallar lausnir.

Notendavæn vefumsjón með VEVA

Viðskiptavinir geta nú fundið stöðvar Orkunnar og alla þá þjónustu sem er í boði með einfaldari hætti á heimasíðu fyrirtækisins. Advania kom að verkefninu með vefumsjónarkerfinu VEVA og lögð var sérstök áhersla á notendaupplifun (UX) og skalanleika í farsíma. Kerfið opnaði möguleikana á enn betri þjónustu til viðskiptavina, en ekki síður að gera starfsfólk Orkunnar sjálfbærara í umsýslu á vefnum.

Brynja Guðjónsdóttir markaðsstjóri Orkunnar segir hér frá ánægjulegu samstarfi Orkunnar með Advania og Jökulá

Mínar síður voru teknar í gegn til að bæta sjálfvirkni og sjálfsafgreiðslu viðskiptavina og auka við þjónustustigið. Bætt var við yfirsýn yfir lykla í notkun, þar sem viðskiptavinir geta virkjað eða óvirkjað lykla eftir hentugleika og séð yfirlit yfir færslur.

„Í staðinn fyrir að fara í appþróun þá fannst okkur einfaldari lausn að fara með lykilinn í símann. Þarna sáum við tækifæri á að einfalda viðskiptavininum í raun greiðsluferlið út á stöð.“

Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Orkunnar

Gott samstarf

Í samstarfi við hönnunarstofuna Jökulá var nýtt viðmót og hönnunarkerfi sett upp. Nýtt hönnunarkerfi er hannað sérstaklega til að geta stækkað og þróast í takt við þá stafrænu vegferð sem Orkan er á. Advania útfærði verkefnið tæknilega með vefumsjónarkerfinu VEVA og tengingum við innri kerfi Orkunnar, Salesforce, Leikbreyti og greiðslugáttum Orkunnar.

Viltu fría úttekt á þínum vef?

Leyfðu okkur að greina vefsíðuna þína. Hvað ertu að gera vel og hvar þarftu að bæta þig? Við hjálpum þér að taka upplýstar ákvarðanir.

Já takk
Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka (mínar síður).
Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar
Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld
Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni
Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin