Samráðsgátt Reykjavíkurborgar

Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld

Samráðsgátt Reykjavíkurborgar er samskiptavefur þar sem kallað er eftir hugmyndum og afstöðu borgarbúa til ýmissa verkefna hjá borginni. Borgarbúar ná betri tengingu við umhverfi sitt með því að segja álit sitt á þeim fjölmörgu stefnumótunar- og framkvæmdaverkefnum sem verið er að vinna að hverju sinni.  

Álit borgarbúa skiptir máli 

Á samráðsgátt Reykjavíkur gefst íbúum tækifæri á að setja fram hugmyndir sínar um málefni er varða þjónustu og rekstur Reykjavíkurborgar. Vettvangurinn er opinn öllum og er mikilvægur hlekkur í samvinnu við borgarbúa sem er annt um umhverfi sitt og vilja hafa áhrif á þá þjónustu sem borgin veitir.

Bætt upplýsingaflæði og auðveldari úrvinnsla 

Advania smíðaði samráðsgáttina í samvinnu við Stafrænt Ísland. Sú vinna var nýtt áfram við samráðsgátt Reykjavíkur og aðlöguð að þörfum borgarinnar. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu skemmtilega og þarfa verkefni.

Tæknin þarf að styðja við þarfirnar um að samskipti skili sér hratt og örugglega til stjórnvalda, það sé auðvelt að vinna úr og flokka hugmyndir sem berast og athugasemdir á verkefni sem eru í gangi þurfa að rata rétta leið. Upplýsingamiðlun til borgarbúa þarf að vera til fyrirmyndar. Það þarf að vera ljóst hvar í ferlinu hugmyndir eru staddar og færa rök fyrir því af hverju hugmyndum var hafnað svo dæmi séu tekin.

„Reykjavíkurborg bauðst að fá afnot af samráðsgátt Ísland.is sem þróuð var með Advania. Útlit og eiginleikar samráðsgáttarinnar voru aðlöguð að þörfum borgarinnar en í grunninn er um sömu lausn að ræða. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins var að hafa lausnina einfalda og skilvirka fyrir alla aðila auk þess að auðvelda úrvinnslu samráða. Það eru mikil þægindi fólgin í samnýtingunni fyrir íbúa og hagaðila þar sem sama lausnin er notuð óháð því hvort samráðið sé á vegum ríkisins eða Reykjavíkurborgar. Samráðsgáttin er því mikilvægt tól sem stórbætir aðgengi að samráði. Samstarfið með Advania gekk frábærlega. Náðu þau vel utan um þarfir borgarinnar og útfærðu þessa flottu samráðslausn sem mikil ánægja er með.“

Salvör Gyða Lúðvíksdóttir. Teymisstjóri verkefnastofu Stafrænnar Reykjavíkur

Heilt yfir var samráðsgátt Reykjavíkurborgar hönnuð og smíðuð með það fyrir augum að auðvelda þátttöku almennings í stefnumótun, reglusetningu og ákvarðanatöku í málefnum Reykjavíkurborgar og tengja þannig borgarbúa við stjórnvöld.

Viltu fría úttekt á þínum vef?

Leyfðu okkur að greina vefsíðuna þína. Hvað ertu að gera vel og hvar þarftu að bæta þig? Við hjálpum þér að taka upplýstar ákvarðanir.

Já takk
Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka (mínar síður).
Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar
Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld
Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni
Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin