Ómissandi þáttur af rekstrinum

Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar

Snjallforritið sem Advania vann fyrir handtölvur Olíudreifingu er ómissandi þáttur af rekstri þeirra og má lýsa því sem hjartanu í rekstrinum. Allir bílstjórar Olíudreifingar nota lausnina daglega við dreifingu eldsneytis um landið. Snjallforritið er samþætt við hin ýmsu innri kerfi hjá Olíudreifingu sem gerir fyrirtækinu kleift að skipuleggja olíudreifingu á sem skilvirkastan máta að hverju sinni. Eftir að lausnin kom til sögunnar hefur sjálfvirknivæðing Olíudreifingar aukist til muna.

Skilvirkara ferli

Olíudreifing hefur notað handtölvur við afgreiðslu á eldsneyti frá 1996. Hlutverk handtölvanna var að miðla pöntunum til bílstjóra og að skrá afgreiðslur sem miðlað er til seljanda olíunnar rafrænt sem grundvöllur reiknings. Handtölvukerfið hefur síðan verið notað til að vinna með og endurbæta afgreiðsluferilinn, til dæmis með forskráningu á afgreiðslustöðum, skönnun strikamerkja, lestunarfyrirmælum, áhættumati afgreiðslustaða, skráningu ábendinga á afgreiðslustöðum auk fjölda annarra minni aðlagana til að minnka líkur á mistökum og til þess að gera ferlið skilvirkara. Í síðustu endurbótum kerfisins var bætt við rafrænum afgreiðsluseðli fyrir innlend skip (Bunker Delivery Note) auk rafræns móttökuseðils fyrir úrgangsolíu þar sem afgreiðsluseðillinn er sendur í PDF skjali til viðskiptavinar um leið og afgreiðslu líkur.

Hinar ýmsu endurbætur hafa verið gerðar á snjallforritinu fyrir handtölvur Olíudreifingar en ber þar helst að nefna rafræna afgreiðsluseðla fyrir innlend skip. Afgreiðsluseðillinn er nú sendur í PDF skjali til viðskiptavinar í stað þess að fara í prentun. Olíudreifing er með frekari áætlanir um að rafvæða fleiri afgreiðsluferla. Snjallforritið er þróað í React Native og nota starfsmenn Android útgáfu af því á handtölvum í olíubílum fyrirtækisins. Hinar ýmsu samþættingar hafa verið útfærðar sem gera appinu kleift að nálgast nauðsynleg gögn sem tengjast afgreiðsluferlum hjá Olíudreifingu.

„Handtölvukerfið er mikilvægt verkfæri til stöðugra endurbóta á afgreiðsluferlinum til að minnka líkur á mistökum og auka skilvirkni. Samstarfið við Advania hefur verið heilladrjúgt þar sem þeir hafa náð að innleiða hugmyndir okkar og þarfir í handtölvukerfið með notendavænum hætti.“

Grétar Mar Steinarsson forstöðumaður dreifingarsviðs Olíudreifingar

Olíudreifing sér um dreifingu og birgðahald fyrir söluaðila eldsneytis, þjónustar fjölorkustöðvar söluaðila auk ráðgjafar og hönnunar. Þá selur fyrirtækið allan búnað til eldsneytissölu, bæði geyma og dælur en einnig þvottastöðvar og merkingar. Auk þessa rekur Olíudreifing 17 birgðastöðvar sem eru staðsettar víðsvegar um landið með samtals 350 milljóna lítra geymarými. Til viðbótar við meginstarfsemi félagsins hefur það í gegnum tíðina annast viðhaldsverkefni fyrir ýmsa aðila. Um 130 manns starfa í dag hjá Olíudreifingu víðsvegar um landið. Félagið á og rekur meðal annars mikinn fjölda tankbíla, vörubíla og dráttarbíla, auk smærri bíla. Tankskipið Keilir, sem er 700 rúmmetra afgreiðslubátur, er einnig rekið af Olíudreifingu og flytur það eldsneyti umhverfis landið.

Viltu fría úttekt á þínum vef?

Leyfðu okkur að greina vefsíðuna þína. Hvað ertu að gera vel og hvar þarftu að bæta þig? Við hjálpum þér að taka upplýstar ákvarðanir.

Já takk
Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka (mínar síður).
Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar
Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld
Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni
Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin