Stúdentagarðar

Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin

Ný vefsíða fyrir Stúdentagarða var sett á laggirnar til að endurspegla betur það skemmtilega samfélag sem Stúdentagarðar eru; félagslíf og samveru, þá margvíslegu þjónustu og aðstöðu sem felst í því að búa á Stúdentagörðum ásamt því að vera hluti af háskólasamfélaginu. Verkefnið var liður í herferð Félagsstofnunar stúdenta (FS) til að efla ásókn í Stúdentagarða og háskólann og er nýr vefur Stúdentagarða mikilvægur liður í því að kynna samfélagið, þjónustuna og þægindin á háskólasvæðinu. Markmiðið með síðunni er að koma betur til móts við þarfir íbúa sem og þeirra sem vilja sækja um búsetu á Stúdentagörðum.

Einfaldari efnisinnsetning og uppsetning á nýjum vefsvæðum eftir þörfum

Advania útfærði lausn fyrir FS til að halda utan um umsóknir á skilvirkan hátt með samþættingu á S5 leigukerfi og Veva vefumsjónarkerfi. Með síðunni voru upplýsingar til leigjenda og stjórnenda gerðar sýnilegri ásamt því að auka skilvirkni og sjálfstæði starfsfólks sem halda utan um og viðhalda vefsvæði Stúdentagarða. Veva þjónar hér lykilhlutverki í því að einfalda efnisinnsetningu og uppsetningu á nýjum vefsvæðum eftir þörfum.

Síðan er að öllu leyti einfaldari í notkun og upplýsingar aðgengilegri fyrir notendur

Á nýrri heimasíðu á notandi auðveldara með að finna og skoða húsnæði við sitt hæfi. Upplýsingar um hvað er innifalið í búsetu eru aðgengilegri auk þess sem háskólasamfélaginu og öðrum þjónustueiningum FS er komið skilmerkilega til skila. Síðan er að öllu leyti einfaldari í notkun og upplýsingar aðgengilegri auk þess sem ásýnd síðunnar er mun betri.

Leigjendur hafa betri yfirsýn yfir þann fjölda fasteigna sem hægt er að leigja. Með síðunni er upplýsingagjöf aukin og gagnsæi til leigjenda varðandi leigumál, þjónustu og öryggi. Starfsfólk Stúdentagarða hefur betra aðgengi og fleiri möguleika á að viðhalda og útfæra vefsvæðið í takt við breytingar á þeim kröfum sem eru hverju sinni.

„Við erum hæstánægð með nýja heimasíðu Stúdentagarða. Hún endurspeglar það líflega háskólasamfélag sem við eigum hér á svæðinu auk þess sem síðan er mun aðgengilegri fyrir viðskiptavini.“

Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða

Tæknistakkurinn

Hjá veflausnum Advania eru reynslumiklir hugbúnaðarsérfræðingar sem hafa sérhæft sig í nútíma tæknistakki þegar kemur að vefsíðugerð. Framendi verkefnisins er skrifaður í Blazor og settur upp í vefumsjónarkerfinu Vevu. Hann sækir upplýsingar um íbúðir í S5 kerfið sem er skrifaður og viðhaldið af S5 teymi Advania.

Viltu fría úttekt á þínum vef?

Leyfðu okkur að greina vefsíðuna þína. Hvað ertu að gera vel og hvar þarftu að bæta þig? Við hjálpum þér að taka upplýstar ákvarðanir.

Já takk
Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka (mínar síður).
Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar
Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld
Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni
Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin