Tímamót í skipulagsmálum!

Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar

Með Skipulagsgáttinni eru í fyrsta sinn aðgengileg á einum stað öll skipulagsmál, umhverfismatsverkefni og framkvæmdaleyfi sem eru í kynningu hverju sinni, hvar sem er á landinu. Lausnin er aðgengileg og skiljanleg jafnt leikmönnum sem fagfólki. Skipulagsgáttin markar tímamót í skipulagsmálum á Íslandi og erum við stolt af því að hafa unnið þetta verkefni í samvinnu með hönnunarstofunni JÖKULÁ.

Bætt aðgengi og þátttaka

Markmiðið með Skipulagsgáttinni er að stórbæta aðgengi og einfalda almenningi og hagsmunaaðilum þátttöku í skipulagsmálum. Flóknir ferlar eru þar færðir á mannamál og nútímalegt, grafískt yfirlit veitir yfirsýn yfir stöðu mála. Leit á korti eða leitarvél er nú einnig einföld og aðgengileg.

Skoðun almennings skiptir máli

Í gáttinni er hægt að finna upplýsingar um öll mál í vinnslu, setja fram athugasemdir og ábendingar við mál á kynningartíma og nálgast endanleg gögn og afgreiðslur. Í gegnum Skipulagsgáttina er aðgengi að skipulags- og umhverfismatsferlum einfaldað og almenningur getur fylgst með og látið sig málin varða, milliliðalaust. Lausnin er nú þegar komin í mikla notkun.

Skipulagsgátt heldur utan um lögbundið samráð allra skipulagsmála, umhverfismats og framkvæmdaleyfisveitinga á landinu. Það var krefjandi verkefnið að þróa lausn sem í senn er aðgengileg og einföld í notkun fyrir alla, mál eru auðfinnanleg og auðvelt að fá yfirsýn yfir stöðu þeirra, hvar sem er á landinu. Samvinna og góð samskipti tækniteymis Advania og sérfræðinga á sviði skipulagsmála var undirstaðan að vel heppnaðri lausn.

Ólafur Árnason forstjóri Skipulagsstofnunar

Viltu fría úttekt á þínum vef?

Leyfðu okkur að greina vefsíðuna þína. Hvað ertu að gera vel og hvar þarftu að bæta þig? Við hjálpum þér að taka upplýstar ákvarðanir.

Já takk
Advania hefur séð um þróun á lausn sem heldur utan um umsóknir frá nemendum, leigusamninga, reikningagerð, beiðnir frá leigutökum og innri síður leigutaka fyrir Byggingafélag námsmanna og Félagsstofnun stúdenta. Nú hafa félögin uppfært allar innri síður leigutaka (mínar síður).
Uppfært snjallforrit fyrir handtölvur Olíudreifingar
Ný Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar
Ný samráðsgátt tengir borgarbúa við stjórnvöld
Orkan bætir þjónustu fyrir viðskiptavini á ferðinni
Hraðari og skilvirkari vefur ásamt betri yfirsýn yfir gögnin