Blogg - 13.1.2020 12:46:00

Mannauðslausnir og jafnlaunavottun

Unnið hefur verið að því að styðja viðskiptavini mannauðslausna Advania enn frekar í aðdraganda jafnlaunavottunar og er H3 vel í stakk búið til þess. Kerfið hentar vinnustöðum af öllum stærðum og gerðum, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði og tekur það jafnframt mið af starfsmati sveitarfélaga.

Unnið hefur verið að því að styðja viðskiptavini mannauðslausna Advania enn frekar í aðdraganda jafnlaunavottunar og er H3 vel í stakk búið til þess. Kerfið hentar vinnustöðum af öllum stærðum og gerðum, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði og tekur það jafnframt mið af starfsmati sveitarfélaga.

Inga Sigrún Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá ráðgjöf og sérlausnum Advania, skrifar: 

Við hjá Advania mælum með að allir sem taka þátt í jafnlaunavottun á vinnustaðnum, kynni sér vel ÍST85 jafnlaunastaðalinn áður en þeir hefjast handa. Í upphafi þarf að vera búið að ákveða hvaða aðferð á að nota við að flokka störfin á vinnustaðnum, þ.e. hvort nota á röðun (paraðan samanburð) eða stigagjöf.

Röðun
Stofngögn fyrir röðun, fyrrnefndu leiðina, hafa að mestu verið forskráð inn í H3 þannig að notendur þurfa ekki að skrá þau gögn öll inn sjálfir.

Stigagjöf

Ráðgjafar mannauðslausna eru reiðubúnir að aðstoða þá, sem kjósa stigagjöf fremur en röðun, við innslátt eða innlestur stofngagna.
Þegar starfaflokkarnir liggja fyrir, fara notendur í þremur skrefum í gegnum jafnlaunaferlið í H3:

1. Að setja inn stofngögn, þ.e. starfaflokka, starfaflokkaviðmið (og persónuviðmið, ef við á).
2. Tengja starfsmenn við starfaflokka (og skrá persónuviðmið þeirra, ef við á).
3. Skoða heildarstig eða röðun starfsmanna með tilliti til launakjara þeirra, menntunar og fleiri þátta, í fyrirspurn og/eða teningi.

Að lokum getur H3 notandi áframsent gögnin á auðveldan hátt til annarra greiningartóla og/eða beint til vottunaraðila.

Námskeið á döfinni

Fjölbreytt námskeið eru á döfinni hjá Advania-skólanum á sviði mannauðslausna fram á vorönn. Námskeiðin henta öllum þeim sem vilja auka við sig fræðslu og þekkingu á lausnunum.

Skráning er hafin á næstu námskeið:

• 6. febrúar H3 Laun – framhald
• 13. febrúar Bakvörður
• 19. febrúar H3+ Laun SmartClient
• 20. febrúar H3 jafnlaunagreining vegna vottunar
• 10. mars H3 teningar
• 18. mars H3 Mannauður og fræðsla
• 19. mars H3 Laun grunnur

Allar nánari upplýsingar veita ráðgjafar mannauðslausna Advania í síma 440 9000 eða h3@advania.is.

 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.