H3 Laun

Launakerfi sem auðveldar launavinnslu og er sérsniðið að íslenskri vinnumarkaðslöggjöf.

Spjöllum saman
Ekkert launungarmál

Alhliða launakerfi fyrir öll fyrirtæki

Öflugt launakerfi með fjölbreytta skýrslugerð

Virkni launakerfisins miðar að því að auðvelda launavinnslu, spara tíma, auka yfirsýn yfir launakostnað og starfsmannaupplýsingar.

Viðskiptagreindarlausn fyrir stjórnendur

H3 teningarnir gera stjórnendum og launasérfræðingum kleift að fá yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemmingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar þörf er á.

Samþætting við mannauðskerfi

Útrýmdu tvískráningum með því að tengja H3 við önnur mannauðskerfi með samþættingarviðbót.

Samspil við jafnlaunakerfi

Til að tryggja að starfsfólk fái jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og einfalda vinnu við jafnlaunakerfi, má nota H3 Launa- og mannauðskerfið.

Nýttu kraftinn í launakerfinu

Launakerfið auðveldar launavinnslu, sparar tíma, veitir yfirsýn yfir launakostnað og helstu starfsmannaupplýsingar.  Kerfið hentar jafnt rekstraraðilum með starfsfólk á tímakaupi og á mánaðarlaunum.

H3 laun vistar útreikning á launum niður í smæstu einingar. Auðvelt er að tengja kerfið við önnur og tekur það við tíma- og launafærslum frá öllum helstu viðverukerfum og skilar bókhaldsfærslum til allra fjárhagskerfa.

Hægt að framkvæma rafræn skil á staðgreiðslu, launatengdum gjöldum, launaseðlum og launamiðum.

Öll rekstarfélög samþykkja laun í H3. Samþykktarferillinn er einfaldur og veitir góða yfirsýn yfir veikindakostnað og möguleika að sjá áætlun á móti raunlaunum. Tímavíddd í H3 bætti yfirsýn yfir starfsþróun og gögn eru áreiðanlegri eins og td. um starfsmannaveltu.
María Kristín Jónsdóttir
Festi

Viðskiptagreindarlausnir fyrir stjórnendur

Power BI er eitt öflugasta viðskiptagreindartólið sem er í boði í dag. Við bjóðum H3 viðskiptavinum upp á staðlaðar skýrslur í BI ofan á H3 gögnin. Þannig geta notendur tengt mannauðsupplýsingar saman við þær upplýsingar sem þarf til að taka upplýstar ákvarðanir og haft góða yfirsýn yfir stöðu mála sem getur skipt miklu máli í ákvarðanatöku um rekstur fyrirtækja.

H3 teningarnir eru viðskiptagreindarlausn sem skilar upplýsingum úr flestum kerfiseiningum H3 á öruggan máta.  
H3 teningarnir gera stjórnendum og launasérfræðingum kleift að öðlast yfirsýn til að styðja við upplýstar ákvarðanir, afstemmingar á launakeyrslum og grípa til viðeigandi ráðstafana þegar þörf er á.

Viltu vita meira um PowerBI?

Samspil við jafnlaunakerfi

Til að tryggja að starfsfólk fái jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf og einfalda vinnu við jafnlaunakerfi, getur þú notað H3 Launa- og mannauðskerfið.

Það veitir góða yfirsýn og stjórnkerfi til að halda  utan um launakjör starfsfólks sem er ein af grunnforsendum jafnlaunavottunar.

Í H3 Launa- og mannauðskerfinu geta viðskiptavinir haldið utan um starfaflokkun, viðmið, starfslýsingar, menntun, laun og aðrar upplýsingar sem tengjast jafnlaunakerfinu.

Í H3 Launa- og mannauðskerfinu er hægt að gefa stjórnendum aðgang að jafnlaunaupplýsingum starfsfólks, gera jafnlaunagreiningar og senda gögn til greiningaraðila á borð við PwC, Intellecta, Pay Analytics eða til vottunaraðila.

Sjáðu nánar um jafnlaunakerfi
Eigum við að setjast niður?

Bókaðu frían ráðgjafafund

Bóka fund

Dagpeningar - allt á einum stað

Með H3 dagpeningum eru allar upplýsingar um dagpeningagreiðslur á einum stað og meðal annars hægt að nálgast yfirlit yfir heildargreiðslur, fjölda ferða, hvert var farið ofl.

Kerfið gerir okkur mögulegt að greiða dagpeninga í hvaða gjaldmiðli sem er, t.d. með innborgunum á mismunandi gjaldeyrisreikninga starfsfólks.  Við reiknum þetta hins vegar yfir í íslenskar krónur þannig að launamiðinn sé klár við árslok.

Öflugar aðgangsstýringar gera einstökum starfsmönnum kleift að fá aðgang að yfirliti fyrir greiðslur dagpeninga án þess að viðkomandi hafi aðgang að öðrum hlutum kerfisins.

við hlaupum undir bagga þegar mest reynir á

Árstíðarbundinn liðsauki

Sérstakar vinnslur hjálpa til við árstíðarbundna útreikninga. Þannig sparast tími þegar framkvæma þarf stórar vinnslur á borð við desember- og orlofsuppbætur. Nýttu kraftinn í launakerfinu til að auðvelda þér lífið þegar álagið eykst.

Sjá nánar
Airport Associates hefur um árabil notið þjónustu Advania við launavinnslu í síbreytilegu rekstrarumhverfi. H3 kerfið hefur reynst okkur vel, verið þróað áfram og sniðið að okkar þörfum. Starfsfólk Advania er faglegt, með góða þekkingu og viðmót. Það er ótrúlega gott að hafa traustan og sveigjanlegan samstarfsaðila.
Rúnar Dór Daníelsson
Fjármálastjóri Airport Associates

Launaáætlanir

Launaáætlun í H3 veitir stjórnendum fyrirtækja góða yfirsýn yfir launakostnað og gerir þeim kleift að gera áreiðanlegar áætlanir byggðar á raunhæfum gögnum.

Lausnin felst í áætlun sem unnin er út frá rauntölum sem sóttar eru í launakerfið, vinnuframlag hvern mánuð síðast liðins árs eða annars skilgreinds tímabils og launataxtar eins og þeir eru þegar rauntölurnar eru sóttar. Með því móti fáum við inn árstíðarbundnar sveiflur og vinna við forsendur áætlunar er lágmörkuð og um leið er yfirsýn aukin.

Þú ert í góðum félagsskap

Námskeið framundan

Advania skólinn býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið í H3 þar sem farið er meðal annars yfir jafnlaunamál, afstemmingu útborgana, tímavídd, starfsmannaveltu, starfslýsingar og lykiltölur í teningum.

Skoða öll námskeið
30.1.2025 09:00:00
Microsoft Copilot fyrir byrjendur – 30. janúar 2025

Nýtt námskeið fyrir öll sem hafa áhuga á að læra um Copilot 365 eða hyggjast nýta sér Copilot 365 við dagleg störf. Copilot getur hjálpað við að auka sjálfvirkni og framleiðni starfsmanna. Námskeiðið spannar þrjár klst og kostar 29.900 kr. m. vsk.

Skoða nánar

Fréttir af mannauðslausnum

Af síðustu 11 dögum þessa árs eru aðeins tveir heilir vinnudagar. Þetta felur í sér knappan tíma fyrir launasérfræðinga til útreikninga á launum í desember. Hér fer Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri H3, yfir nokkur bjargráð fyrir launasérfræðinga og hvernig hægt er að nýta H3 launakerfið með sem bestum hætti þannig að meiri tími skapast fyrir annað í kringum hátíðarnar.
Að starfa í nýsköpun er skemmtileg og krefjandi blanda af því að þróa lausnir sem mæta þörfum nútímans en á sama tíma spá fyrir um framtíðarþarfir.
Nú er hægt að skila gögnum í Kjarakönnun Intellecta með vefþjónustu frá H3. Kjarakönnun Intellecta veitir nákvæmar upplýsingar um launakjör stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks. Kjarakönnun Intellecta er ein af stærstu kjarakönnunum sem gerð er á Íslandi, með upplýsingar um launakjör um 12.000 stjórnenda, sérfræðinga og fagfólks.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira um H3 Laun? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.