Microsoft Viva Engage

Viva Engage umbreytir samskiptum á vinnustaðnum þar sem starfsfólk hefur sameinaðan vettvang til að deila hugmyndum og þekkingu, taka þátt í umræðum og halda utan um mikilvægar upplýsingar og vera virkur hluti af samfélaginu í vinnunni.

Spjöllum saman

Ný kynslóð samskipta

Kemur í stað Workplace
Workplace mun loka í september 2025. Viva Engage er góður kostur fyrir vinnustaði með Microsoft-leyfi.
Samþætting við Microsoft 365
Samþættingarmögueikar við Teams, SharePoint og Outlook.
Fólkið í forgangi
Miðlægur staður til að finna umræður, viðburði, herferðir og það nýjasta frá stjórnendum.
Betri upplifun
Auðveldar mannauði, upplýsingatæknideildum og stjórnendum að bæta upplifun starfsmanna
Virkari samskipti
Gefðu starfsfólki rödd og auðveldaðu leiðtogum að hlusta
Meta Workplace lokar í september

Nýtt upphaf með Microsoft Viva Engage

Meta hefur tilkynnt að Workplace verði lagt niður árið 2026 og að lokað verði fyrir nýjar færslur eftir ágúst 2025. Með þessu skapast tækifæri fyrir fyrirtæki til að endurskoða samskiptalausnir og er Viva Engage kjörin lausn með frábærum samþættingarmöguleikum við önnur Microsoft 365 kerfi, svo sem Teams, SharePoint og Outlook. Með Viva Engage geta fyrirtæki nýtt núverandi tækni til að einfalda vinnuferla og auka skilvirkni. Að auki er lausnin aðgengileg beint úr Teams og Outlook sem eykur þægindi og fækkar stöðum sem starfsfólk þarf að vakta.

Spjöllum saman

Við hjálpum þér að komast af stað og innleiða miðilinn

Advania býður upp á skilvirka leið fyrir fyrirtæki sem vilja taka fyrstu skrefin í átt að nútímalegri samskiptatækni. Sérfræðingar okkar hafa sett saman pakka sem einfaldar innleiðingu Viva Engage og hjálpar fyrirtækjum að nýta alla möguleika þess. Við aðstoðum bæði fyrirtæki sem eru að hefja sína vegferð með innanhús samskiptamiðla og þau sem eru að færa sig frá öðrum lausnum eins og Workplace.

Bókaðu fund með okkur til að fá nánari upplýsingar og sjá hvernig Viva Engage getur styrkt samskipti í þínu fyrirtæki.

Hvað kemur í staðinn?

Það er líf eftir Workplace

Margir hafa velt fyrir sér hvað taki við af Workplace þegar samskiptamiðlinum verður lokað. Á vefdegi Haustráðstefnu Advania í september árið 2024 ræddum við málið við Gunnar Val Steindórsson, sérfræðing hjá viðskiptalausnum Advania, undir yfirskriftinni Er líf eftir Workplace? Hann sagði okkur frá helstu kostum Microsoft Viva Engage og hver helsti munurinn er á Workplace og Viva Engage.

Af hverju Viva Engage?

Í nútímanlegu vinnuumhverfi þar sem fjarvinna er algeng er mikilvægt fyrir fyrirtæki að hafa öfluga lausn sem eflir tengsl og samskipti og hagnýtir tæknina á réttan hátt. Viva Engage er hannað til að stuðla að sterkri menningu, aukinni starfsánægju og skilvirku upplýsingaflæði. Lausnin hjálpar starfsfólki að deila hugmyndum, sögum og viðburðum. Stjórnendur eiga auðvelt með að miðla mikilvægum upplýsingum til starfsfólks og að sama skapi getur starfsfólk deilt verkefnum eða árangri. Allt þetta getur hjálpað til við að byggja góða liðsheild og jákvæða vinnustaðamenningu.

Nánari upplýsingar

Nokkur af þeim verkfærum sem eru hluti af Microsoft Viva

Viva Connections

Syntex er skjalavinnslulausn sem nýtir gervigreind og vélanám til þess að skilja, flokka og skipuleggja efni á sjálfvirkan hátt. Samþættist við SharePoint og er hannað til þess að vinna innan Microsoft 365 umhverfisins til þess að nýta skýjatengd úrræði og þjónustur fyrir úrvinnslu og stýringu gagna.

Viva Learning

Einfalt kerfi sem veitir greiðan aðgang að sérsniðnu námsefni beint úr daglegum forritum eins og Microsoft Teams. Auðvelt er að nálgast efni eftir vinsældum, því sem er úthlutað hverjum og einum, sjá hvað er lokið o.fl.

Viva Insights

Sérfræðingar okkar búa yfir áralangri reynslu um notkun innrivefa og samfélagmiðla fyrirtækja. Við erum tilbúin að aðstoða þig – bókaðu fund þar sem við getum farið yfir helstu eiginleika Viva Engage og hvernig kerfið getur hjálpað þínu fyrirtæki.

Viltu vita meira?

Sérfræðingar Advania aðstoða þig með allar spurningar varðandi Microsoft Viva Engage. Hvort sem þú þarft ráðgjöf, tæknilega aðstoð eða leiðbeiningar um hvernig best er að nýta Viva Engage til að efla samskipti og samstarf innan fyrirtækisins, þá erum við hér til að hjálpa.

Spjöllum saman

Fréttir af Microsoft lausnum

Allt sem þið hafið lesið um Copilot er satt! ​ Án þess að eiga í hættu á að hljóma eins og „ekta sölumanneskja“ þá get ég hérna í þessum skrifuðu orðum hreinskilnislega staðfest að Copilot er algerlega málið! ​
Meta hefur nú staðfest opinberlega að Workplace muni hætta árið 2026. Á næsta ári lokar Workplace fyrir nýjar færslur en fyrirtæki fá þó tíma eftir það til að afrita gögnin sín.
Áhugaverður morgunverðarfundur fór fram í höfuðstöðvum Advania og á starfstöðinni Akureyri þar sem rætt var um Z-kynslóðina á vinnumarkaði. Á fundinum Zérfræðingar framtíðarinnar - er þinn vinnustaður tilbúinn? var fjallað um þær áskoranir sem fylgja fyrir vinnustaði.
Viltu vita meira?

Spjöllum saman

Viltu vita meira um Microsoft Copilot? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.