Öryggi
Signet forms er hluti af Signet vörufjölskyldunni og gerðar eru ítrustu kröfur til öryggis og tækni við þróun lausnanna.
Auðvelt og sveigjanlegt
Form eru sett upp á vef og útlitið er skinnað með útliti þíns fyrirtækis (litakóði og lógó). Form geta verið opin öllum eða læst þannig að eingöngu valdir aðilar hafi aðgang að þeim.
Til að draga úr villum eru nokkrar eigindaveitur sem hægt er að nota til þess að fylla inn upplýsingar, til dæmis upplýsingar úr Þjóðskrá, Fyrirtækjaskrá, Bifreiðaskrá, Skipaskrá, Læknaskrá og fleira.
Mismunandi ferli
Notandi fyllir út form á vef þannig að úr verði PDF skjal sem hægt er að undirrita. Einnig getur notandi fyllt út form og annar notandi klárað það, annar eða báðir munu síðan undirrita.
Tilbúin PDF skjöl ásamt JSON geta verið send í tölvupósti, á vefþjónustuskil, með Signet transfer og með fleiri leiðum.
Hafðu samband
Heyrðu í sérfræðingum Advania sem aðstoða þig hratt og örugglega við uppsetningu á forminu þínu. Þú sendir okkur skjal og við komum því yfir á stafrænt form.
Signet lausnir sem færa þig inn í nútímann
Rafrænar undirritanir
Rafrænar undirritanir í Signet eru fullgildar og jafngilda undirritun á pappír
Öruggur rafrænn flutningur gagna
Signet transfer er lausn til þess að senda og móttaka trúnaðargögn rafrænt með öruggum hætti
Innskráningarþjónusta
Signet login er næsta kynslóð af auðkenningarþjónustu sem getur látið fylgja ítargögn um hinn auðkennda
Nákvæmar tímastimplanir
Signet tímastimplanir er vottuð tímastimplunarþjónusta sem uppfyllir kröfur eIDAS til fullgildra tímastimpla.
Fréttir af rafrænum viðskiptum
Tölum saman
Viltu vita meira um Signet? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.