Auðvelt í uppsetningu
Aðilar sem hafa nýtt sér auðkenningarþjónustu Ísland.is geta með einföldum hætti tengst Signet login án þess að þurfa að gera breytingar í sínum kerfum aðrar en að vísa á nýja slóð og treysta nýjum aðila. Þetta gerir Signet login að mjög hagkvæmum kosti fyrir þá aðila sem þurfa að finna nýjan þjónustuveitanda þegar innskraning.island.is verður ekki lengur í boði fyrir einkaaðila. Þetta sparar mikla vinnu sem og tíma sem tæki að innleiða móti ólíkri högun.
Rafræn skilríki
Signet login býður upp á auðkenningu með rafrænum skilríkjum frá Auðkenni (kort, sími og app). Að auki geta erlendir einstaklingar frá yfir 50 löndum auðkennt sig inn með rafrænum skilríkjum frá EvroTrust.
Signet login
Signet login er víðtæk lausn sem gerir kleift að veita lögbundin umboð fyrir einstaklinga eða prókúruhafa. Umboðin tryggja öryggi og áreiðanleika og hægt er að nota þau sem auðkenni fyrir innskráningu.
Signet lausnafjölskyldan
Signet vörufjölskyldan auðveldar stafræna ferla, svo sem undirritanir, öruggan gagnaflutning, innsiglanir og þinglýsingar.
Signet lausnir sem færa þig inn í nútímann
Rafrænar undirritanir
Rafrænar undirritanir í Signet eru fullgildar og jafngilda undirritun á pappír
Öruggur rafrænn flutningur gagna
Signet transfer er lausn til þess að senda og móttaka trúnaðargögn rafrænt með öruggum hætti
Nákvæmar tímastimplanir
Signet tímastimplanir er vottuð tímastimplunarþjónusta sem uppfyllir kröfur eIDAS til fullgildra tímastimpla.
Stafræn eyðublöð
Signet forms er stafræn lausn fyrir eyðublöð sem þarfnast undirritunar.
Fréttir af rafrænum viðskiptum
Tölum saman
Viltu vita meira um Signet? Sendu okkur fyrirspurn og við höfum samband um hæl.